lau 25. febrúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Árbær fær tvo Spánverja
Úr leik Árbæinga síðasta sumar
Úr leik Árbæinga síðasta sumar
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Tveir Spánverjar hafa skrifað undir samninga við Árbæ um að leika með liðinu í þriðju deild næsta sumar. Það eru þeir Acai Nauset Elvira Rodriguez og Carlos Saavdra.


Acai er 31 árs gamall og hann getur spilað sem miðvörður og djúpur miðjumaður. Hann hefur leikið síðustu tvö tímabil með Kormáki/Hvöt og verið í lykilhlutverki.

Carlos er 26 ára gamall miðjumaður en hann lék með Einherja síðasta sumar. Hann skoraði einmitt sigurmark Einherja í úrslitaleik 4. deildarinnar gegn Árbæ síðasta sumar.

Árbær fór upp um deild í fyrra ásamt Einherja og leikur í 3. deild í sumar. Ýmir tók svo sæti Einherja þegar liðið dró sig úr keppni og í kjölfarið tók svo Hvíti Riddarinn sæti í deildinni þegar ljóst var að Kórdrengir yrðu ekki með og breytingar urðu á deildunum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner