Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   sun 25. febrúar 2024 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Icelandair
Alexandra á æfingu í dag.
Alexandra á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það fer bara eftir því hvaða síðu þú lítur. Ég held að Hlín sé skráð fyrir markinu á UEFA og á KSÍ er ég skráð fyrir markinu," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins á Kópavogsvelli í dag.

Hún virtist skora eina mark Íslands í jafnteflinu gegn Serbíu síðastliðinn föstudag en það eru mismunandi skoðanir á því hvort hún hafi skorað eða ekki.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland


„Ég held að Glódís hafi skallað hann og svo held ég að ég hafi tekið hann með maganum eða eitthvað. Svo fer hann í varnarmann og inn. Kannski er þetta bara sjálfsmark. Ég er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark," sagði Alexandra og hló.

Ekki besti leikur sem við höfum spilað
En hvernig fannst henni fyrri leikurinn gegn Serbíu?

„Þetta er ekki besti leikur sem við höfum spilað. Við byrjuðum illa og mér fannst við vera eftir á í mörgu. Þegar þær misstu mann út af þá kom ró yfir liðið. 'Förum bara að spila boltanum' og við þurfum að bæta það fyrir þriðjudaginn."

Seinni leikurinn er á þriðjudaginn en staðan er jöfn fyrir þann leik. Það er mikilvægt fyrir Ísland að vinna þetta einvígi og halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Mér fannst við gera ágætlega í föstum leikatriðum og sköpum færi nánast í hvert skipti sem við fáum fast leikatriði. Við þurfum að nýta það enn betur og við þurfum að nýta okkar styrkleika enn betur," segir Alexandra en það hjálpar klárlega að fá innköstin frá Sveindísi Jane Jónsdóttur aftur inn í okkar leik.

Alexandra býst við öðruvísi leik á Kópavogsvelli en í Serbíu. „Ég trúi því að við förum með meira sjálfstraust inn í leikinn, setjum kassann út og mætum 100 prósent. Ég fer inn í alla leiki til að vinna og ég held að stelpurnar geri það líka, sama hvort það sé á móti Serbíu eða einhverju öðru liði."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner