Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 25. febrúar 2024 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Icelandair
Alexandra á æfingu í dag.
Alexandra á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það fer bara eftir því hvaða síðu þú lítur. Ég held að Hlín sé skráð fyrir markinu á UEFA og á KSÍ er ég skráð fyrir markinu," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins á Kópavogsvelli í dag.

Hún virtist skora eina mark Íslands í jafnteflinu gegn Serbíu síðastliðinn föstudag en það eru mismunandi skoðanir á því hvort hún hafi skorað eða ekki.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland


„Ég held að Glódís hafi skallað hann og svo held ég að ég hafi tekið hann með maganum eða eitthvað. Svo fer hann í varnarmann og inn. Kannski er þetta bara sjálfsmark. Ég er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark," sagði Alexandra og hló.

Ekki besti leikur sem við höfum spilað
En hvernig fannst henni fyrri leikurinn gegn Serbíu?

„Þetta er ekki besti leikur sem við höfum spilað. Við byrjuðum illa og mér fannst við vera eftir á í mörgu. Þegar þær misstu mann út af þá kom ró yfir liðið. 'Förum bara að spila boltanum' og við þurfum að bæta það fyrir þriðjudaginn."

Seinni leikurinn er á þriðjudaginn en staðan er jöfn fyrir þann leik. Það er mikilvægt fyrir Ísland að vinna þetta einvígi og halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Mér fannst við gera ágætlega í föstum leikatriðum og sköpum færi nánast í hvert skipti sem við fáum fast leikatriði. Við þurfum að nýta það enn betur og við þurfum að nýta okkar styrkleika enn betur," segir Alexandra en það hjálpar klárlega að fá innköstin frá Sveindísi Jane Jónsdóttur aftur inn í okkar leik.

Alexandra býst við öðruvísi leik á Kópavogsvelli en í Serbíu. „Ég trúi því að við förum með meira sjálfstraust inn í leikinn, setjum kassann út og mætum 100 prósent. Ég fer inn í alla leiki til að vinna og ég held að stelpurnar geri það líka, sama hvort það sé á móti Serbíu eða einhverju öðru liði."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner