Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. febrúar 2024 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Icelandair
Alexandra á æfingu í dag.
Alexandra á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Alexandra átti flottan leik úti í Serbíu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Stelpurnar spila seinni leikinn við Serbíu á þriðjudag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það fer bara eftir því hvaða síðu þú lítur. Ég held að Hlín sé skráð fyrir markinu á UEFA og á KSÍ er ég skráð fyrir markinu," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins á Kópavogsvelli í dag.

Hún virtist skora eina mark Íslands í jafnteflinu gegn Serbíu síðastliðinn föstudag en það eru mismunandi skoðanir á því hvort hún hafi skorað eða ekki.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland


„Ég held að Glódís hafi skallað hann og svo held ég að ég hafi tekið hann með maganum eða eitthvað. Svo fer hann í varnarmann og inn. Kannski er þetta bara sjálfsmark. Ég er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark," sagði Alexandra og hló.

Ekki besti leikur sem við höfum spilað
En hvernig fannst henni fyrri leikurinn gegn Serbíu?

„Þetta er ekki besti leikur sem við höfum spilað. Við byrjuðum illa og mér fannst við vera eftir á í mörgu. Þegar þær misstu mann út af þá kom ró yfir liðið. 'Förum bara að spila boltanum' og við þurfum að bæta það fyrir þriðjudaginn."

Seinni leikurinn er á þriðjudaginn en staðan er jöfn fyrir þann leik. Það er mikilvægt fyrir Ísland að vinna þetta einvígi og halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Mér fannst við gera ágætlega í föstum leikatriðum og sköpum færi nánast í hvert skipti sem við fáum fast leikatriði. Við þurfum að nýta það enn betur og við þurfum að nýta okkar styrkleika enn betur," segir Alexandra en það hjálpar klárlega að fá innköstin frá Sveindísi Jane Jónsdóttur aftur inn í okkar leik.

Alexandra býst við öðruvísi leik á Kópavogsvelli en í Serbíu. „Ég trúi því að við förum með meira sjálfstraust inn í leikinn, setjum kassann út og mætum 100 prósent. Ég fer inn í alla leiki til að vinna og ég held að stelpurnar geri það líka, sama hvort það sé á móti Serbíu eða einhverju öðru liði."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner