Portúgalski leikmaðurinn Cristiano Ronaldo var á skotskónum er Al-Nassr vann Al-Shabab, 3-2, í sádi-arabísku deildinni í dag.
Ronaldo hefur verið sjóðandi heitur með Al-Nassr á tímabilinu en hann gerði fyrsta mark liðsins úr vítaspyrnu á 21. mínútu.
Yannick Carrascko jafnaði fyrir heimamenn áður en Anderson Talisca kom Al-Nassr í forystu.
Heimamenn neituðu að gefast upp og náðu aftur í jöfnunarmark, en þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir gerði Talisca sigurmarkið og hélt titilbaráttunni á lífi.
Al-Nassr er í öðru sæti með 52 stig, fjórum á eftir Al-Hilal. Ronaldo er kominn með 22 deildarmörk og er markahæstur, en Aleksandar Mitrovic kemur næstur á eftir honum með 19 mörk.
GOAL NUMBER 877 FOR THE GREATEST CRISTIANO RONALDO????pic.twitter.com/Nb3r2IovGk
— CristianoXtra (@CristianoXtra_) February 25, 2024
Athugasemdir