Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 25. febrúar 2025 23:05
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með vinnsluna og framlag liðsins í 3-2 tapinu gegn Frakklandi í A-deild Þjóðadeildarinnar á Stade Marie-Marvingt leikvanginum í Le Mans í Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Franska liðið var töluvert meira með boltann og skapaði sér hættulegri færi. Liðið komst í tveggja marka forystu en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi inn í leikinn með aukaspyrnu sem fór af Selmu Bacha og í netið.

Í síðari hálfleiknum komust Frakkar í 3-1 en aftur minnkaði Ísland muninn eftir fast leikatriði þegar Ingibjörg Sigurðardóttir sparkaði boltanum í netið af stuttu færi eftir vandræðagang í teignum.

Franska liðið fór í það að tefja á lokakaflanum og verja forystuna og varð niðurstaðan 3-2 tap.

„Já, svona þær voru ekki að fá einhver dauðafæri en auðvitað að fá skotfæri á teig og allt það og voru meira með boltann, en við gefum þeim svolítið fyrsta markið. Lendum tveimur mörkum undir en komum til baka, svo komast þær í 3-1 og við minnkum muninn strax aftur. Við gerðum erfitt fyrir að því leytinu til að þær voru farnar að tefja all svakalega síðasta korterið. Þær voru hræddar við það og reyndu að stjórna leiknum þannig að við kæmumst aldrei af stað og þær gerðu það vel og drápu leikinn svolítið vel niður og það sýndi að þær voru hræddar að við myndum nálgast markið.“

„Skotgröfunum og ekki skotgröfunum. Við vissum að þær yrðu meira með boltann og allt það, en mér fannst koma opnanir sem við hefðum mátt nýta betur. Við fáum eitt dauðafæri í stöðunni 0-0 og auðvitað snýst þetta um að nýta sénsana sem þú færð og gera eins vel við boltann og þegar þú ert með hann. Það er partur af fótboltanum en heilt yfir var ég sáttur við vinnsluna í liðinu og fannst við leggja rosalega orku í þennan leik og skildum allt eftir úti á velli eins og maður vill sjá lið gera þegar við erum að spila,“
sagði Steini við Fótbolta.net.

Var það ekki frekar óvenjulegt að lið eins og Frakkland sé að tefja leikinn á heimavelli?

„Það er það. Auðvitað stýrðu þær leiknum út í það að drepa leikinn niður og halda okkur frá markinu, þannig þær reyndu að vera með boltann út við línu eða hornfána þannig við kæmumst ekki af stað. Það var í rauninni vel gert hjá þeim svona heilt yfir.“

„Við hættum aldrei og misstum aldrei trúna á að geta gert eitthvað hérna. Við trúðum að við gætum tekið eitt eða þrjú stig og fórum inn í leikinn þannig. Vorum að liggja til baka og ekkert í hápressu í byrjun því ég taldi að við myndum eyða of mikilli orku í að pressa og falla svo niður. Mér fannst þetta heppnast ágætlega.“


Bæði mörk Íslands komu eftir fast leikatriði og segir Steini að liðið hafi unnið mikið í þessum atriðum og sérstaklega hornspyrnum í þessum leik.

„Við höfum lagt mikið upp úr innköstum og hornspyrnum og gerðum það vel. Við vorum búin að teikna þetta upp að hornspyrnurnar ættu að koma inn á markið því markvörðurinn er ekkert sérstakur í þessu ef að það er fólk í kringum hana þá er hún í basli. Við gerðum það vel og í raun ákvörðun sem við tókum fyrir leik að allar hornspyrnur myndu fara inn á markið,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner