Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 25. febrúar 2025 23:05
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Kvenaboltinn Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með vinnsluna og framlag liðsins í 3-2 tapinu gegn Frakklandi í A-deild Þjóðadeildarinnar á Stade Marie-Marvingt leikvanginum í Le Mans í Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Franska liðið var töluvert meira með boltann og skapaði sér hættulegri færi. Liðið komst í tveggja marka forystu en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi inn í leikinn með aukaspyrnu sem fór af Selmu Bacha og í netið.

Í síðari hálfleiknum komust Frakkar í 3-1 en aftur minnkaði Ísland muninn eftir fast leikatriði þegar Ingibjörg Sigurðardóttir sparkaði boltanum í netið af stuttu færi eftir vandræðagang í teignum.

Franska liðið fór í það að tefja á lokakaflanum og verja forystuna og varð niðurstaðan 3-2 tap.

„Já, svona þær voru ekki að fá einhver dauðafæri en auðvitað að fá skotfæri á teig og allt það og voru meira með boltann, en við gefum þeim svolítið fyrsta markið. Lendum tveimur mörkum undir en komum til baka, svo komast þær í 3-1 og við minnkum muninn strax aftur. Við gerðum erfitt fyrir að því leytinu til að þær voru farnar að tefja all svakalega síðasta korterið. Þær voru hræddar við það og reyndu að stjórna leiknum þannig að við kæmumst aldrei af stað og þær gerðu það vel og drápu leikinn svolítið vel niður og það sýndi að þær voru hræddar að við myndum nálgast markið.“

„Skotgröfunum og ekki skotgröfunum. Við vissum að þær yrðu meira með boltann og allt það, en mér fannst koma opnanir sem við hefðum mátt nýta betur. Við fáum eitt dauðafæri í stöðunni 0-0 og auðvitað snýst þetta um að nýta sénsana sem þú færð og gera eins vel við boltann og þegar þú ert með hann. Það er partur af fótboltanum en heilt yfir var ég sáttur við vinnsluna í liðinu og fannst við leggja rosalega orku í þennan leik og skildum allt eftir úti á velli eins og maður vill sjá lið gera þegar við erum að spila,“
sagði Steini við Fótbolta.net.

Var það ekki frekar óvenjulegt að lið eins og Frakkland sé að tefja leikinn á heimavelli?

„Það er það. Auðvitað stýrðu þær leiknum út í það að drepa leikinn niður og halda okkur frá markinu, þannig þær reyndu að vera með boltann út við línu eða hornfána þannig við kæmumst ekki af stað. Það var í rauninni vel gert hjá þeim svona heilt yfir.“

„Við hættum aldrei og misstum aldrei trúna á að geta gert eitthvað hérna. Við trúðum að við gætum tekið eitt eða þrjú stig og fórum inn í leikinn þannig. Vorum að liggja til baka og ekkert í hápressu í byrjun því ég taldi að við myndum eyða of mikilli orku í að pressa og falla svo niður. Mér fannst þetta heppnast ágætlega.“


Bæði mörk Íslands komu eftir fast leikatriði og segir Steini að liðið hafi unnið mikið í þessum atriðum og sérstaklega hornspyrnum í þessum leik.

„Við höfum lagt mikið upp úr innköstum og hornspyrnum og gerðum það vel. Við vorum búin að teikna þetta upp að hornspyrnurnar ættu að koma inn á markið því markvörðurinn er ekkert sérstakur í þessu ef að það er fólk í kringum hana þá er hún í basli. Við gerðum það vel og í raun ákvörðun sem við tókum fyrir leik að allar hornspyrnur myndu fara inn á markið,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner