Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. mars 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gladbach hafnaði risatilboði frá Barcelona í Plea
Alassane Plea hefur átt frábært tímabil
Alassane Plea hefur átt frábært tímabil
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Bild greinir frá því að Borussia Monchengladbach hafi hafnað 50 milljón evra tilboði frá Barcelona í franska framherjann Alassane Plea í janúar.

Plea, sem er 27 ára gamall, hefur skorað 8 mörk fyrir Gladbach á tímabilinu auk þess sem hann hefur lagt upp önnur 8 mörk.

Hann hefur verið öflugasti maður Gladbach en spænska stórliðið Barcelona reyndi að fá hann í janúar.

Börsungar voru í erfiðri stöðu og þurftu framherja þar sem Luis Suarez og Ousmane Dembele voru báðir meiddir og lagði félagið því fram 50 milljón evra tilboð í Plea.

Gladbach hafnaði tilboðinu en liðið vildi ekki missa lykilmann á miðju tímabili. Barcelona endaði á því að kaupa Martin Braithwaite frá Leganes en danski framherjinn á enn eftir að skora fyrir liðið.
Athugasemdir
banner