Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 25. mars 2023 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Arnfríður með fernu gegn FHL
Mynd: Heimasíða Gróttu

Grótta heimsótti FHL í B-deild kvenna í Lengjubikarnum og vann nokkuð óvæntan stórsigur þar sem Arnfríður Auður Arnarsdóttir var allt í öllu.


Lovísa Davíðsdóttir Scheving skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og tvöfaldaði Arnfríður forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Svo liðu 20 mínútur þar sem Grótta var tveimur mörkum yfir áður en Arnfríður skoraði þrjú mörk á tíu mínútna kafla.

Hún fullkomnaði þannig fernu í 0-6 stórsigri en það vekur athygli að Arnfríður er fædd árið 2008 og því aðeins á fimmtánda aldursári. Hún er viðloðandi U15 landslið kvenna og skoraði 4 mörk í 6 leikjum í 2. deild í fyrra.

Þetta var fyrsti sigur Gróttu, sem er með fjögur stig eftir fjórar umferðir. FHL er með fimm stig eftir sex leiki.

FHL 0 - 6 Grótta
0-1 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('39 )
0-2 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('47 )
0-3 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('68 )
0-4 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('71 )
0-5 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('78 , Mark úr víti)
0-6 Patricia Dúa Thompson ('85 )

Í C-deild Lengjubikarsins átti Einherji heimaleik við Álftanes og var staðan markalaus í leikhlé.

Nanna Lilja Guðfinnsdóttir og Hrefna Jónsdóttir skoruðu fyrir Álftanes í upphafi síðari hálfleiks og urðu lokatölur 0-2.

Álftanes lýkur keppni með sex stig eftir fjórar umferðir. Einherji er með þrjú stig eftir þrjár.

Einherji 0 - 2 Álftanes
0-1 Nanna Lilja Guðfinnsdóttir ('52 )
0-2 Hrefna Jónsdóttir ('55 )
Rautt spjald: Eva Lind Magnúsdóttir, Einherji ('87)
Rautt spjald: Hrafnhildur Salka Pálmadóttir, Álftanes ('89)


Athugasemdir
banner
banner
banner