Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   þri 25. mars 2025 13:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gluggarnir að loka í Noregi og Svíþjóð - Fara fleiri út?
Kjartan Már er sem stendur með U19 landsliðinu.
Kjartan Már er sem stendur með U19 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur.
Karl Friðleifur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld lokar félagaskiptaglugginn í Svíþjóð en sænska úrvalsdeildin fer af stað um helgina.

Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, hefur verið orðaður við Svíþjóð og Häcken verið nefnt til sögunnar.

Kjartan Már Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, hefur sömuleiðis verið orðaður við atvinnumennsku, aðallega við Noreg.

Þorri Stefán Þorbjörnsson, varnarmaður Fram, er þá eftirsóttur biti og eru erlend félög að fylgjast með honum.

Glugginn í Noregi lokar svo á fimmtudagskvöld. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var orðaður við Brann fyrr í þessum glugga.

Það eru líka nokkrir leikmenn í deildunum í Noregi og Svíþjóð sem hafa verið orðaðir við heimkomu. Óskar Borgþórsson hjá Sogndal hefur verið orðaður við Víking og Ísak Snær Þorvaldsson er reglulega orðaður við endurkomu í Breiðablik. Þeir Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson hafa þá verið orðaður við heimkomu frá Halmstad.

Þó að gluggarnir í Noregi og Svíþjóð séu að loka þýðir ekki að þeir geti ekki komið heim til Íslands eftir þessa viku. Íslenski glugginn er opinn til 29. apríl.

Logi Tómasson hefur þá verið orðaður við félagaskipti innan Noregs, frá Strömsgodset til Brann eða Bodö/Glimt.

Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið orðaður við endurkomu til Noregs frá Kortrijk og Atli Barkarson hjá Waregem hefur sömuleiðis verið orðaður við norska boltann. Loks hefur Rúnar Alex Rúnarsson verið orðaður í burtu frá FC Kaupmannahöfn.

Fimm leikmenn hafa farið frá Íslandi í atvinnumennsku til Noregs eða Svíþjóðar í vetur. Það eru þeir Hinrik Harðarson (ÍA til Odd), Ólafur Guðmundsson (FH til Álasunds), Ari Sigurpálsson (Víkingi til Elfsborg), Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölni í Norrköping) og Róbert Frosti Þorkelsson (Stjörnunni í GAIS).
Athugasemdir
banner
banner
banner