Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steve Bruce svarar fyrrum lærisveini sínum fullum hálsi
Steve Bruce.
Steve Bruce.
Mynd: EPA
Steve Bruce, sem var lengi stjóri í ensku úrvalsdeildinni, hefur svarað fyrrum lærisvein sínum, Dwight Gayle, fullum hálsi.

Gayle, sem spilaði undir stjórn Bruce hjá Newcastle, gagnrýndi sinn gamla stjóra nýverið. Hann sagði að Bruce hefði hent leikmönnum undir rútuna, hann hjálpaði leikmönnum ekki taktískt og gagnrýndi hann einnig æfingaaðferðir Bruce.

Bruce hefur núna svarað fyrir sig. „Ég hef stýrt um það bil 1050 leikjum en samkvæmt Dwight, þá veit ég ekkert hvað ég er að gera," sagði Bruce.

„Ég mun leyfa öðru fólki að gera upp hug sinn, fólki sem hefur komist lengra en Dwight gerði nokkurn tímann."

Bruce er í dag stjóri Blackpool á meðan Gayle spilar með Hibernian í Skotlandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner