Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. apríl 2021 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fischer þurfti öryggisfylgd í Árósum - „Danski Neymar"
Viktor Fischer.
Viktor Fischer.
Mynd: Getty Images
Viktor Fisher var í aðalhlutverki þegar dramatískasti fótboltaleikur tímabilsins í Danmörku fór fram í kvöld.

Fischer, sem leikur með FC Kaupmannahöfn, var mikið í jörðinni í kvöld þegar FCK vann 2-1 sigur á AGF.

Fischer var mjög óvinsæll í Árósum í kvöld og á samfélagsmiðlum var talað um að hann ætti að vinna Óskarsverðlaun og þá var hann kallaður danski Neymar - bara án hæfileika. BT segir frá þessu.

Það eru stuðningsmenn á völlunum í Danmörku og Fischer þurfti öryggisfylgd af vellinum þegar flautað hafði verið til leiksloka. Stuðningsfólk AGF kastaði bjórglösum í átt að honum.

Fischer sagði í viðtali eftir leikinn að það væri gott að hann væri búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann væri ekki mjög vinsæll utan höfuðborgarinnar.

Þess má geta að Óskarsverðlaunin eru í nótt en Fischer er ekki tilnefndur í neinum flokkum.



Athugasemdir
banner
banner
banner