Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 25. apríl 2021 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Holland: Klaassen sá um AZ - Stigi frá titlinum
Mynd: EPA
Davy Klaassen skoraði bæði mörk Ajax í toppslag hollensku Eredivisie í dag. Liðið mætti AZ Alkmaar á heimavelli.

Klaassen skoraði fyrra markið á 66. mínútu. Albert Guðmundsson reyndi að hindra að leikmenn Ajax myndu taka aukaspyrnu hratt á miðjum vellinum. Leikmenn Ajax leituðu út til vinstir og fékk Dusan Tadic boltann. Tadic átti sendingu inn á teiginn sem Sebastien Haller náði ekki til en Klaassen var þar fyrir aftan og skoraði með skoti af stuttu færi.

Klaassen var svo aftur á ferðinni á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar hann skoraði eftir hornspyrnu. Klaassen var réttur maður á fjærstönginni og skoraði eftir að fyrirgjöfinni var skallað áfram.

Albert Guðmundsson lék fyrstu 72 mínúturnar í leiknum í dag. Ajax er með tólf stiga forskot á PSV þegar fjórar umferðir eru eftir. AZ er þremur stigum á eftir PSV. AZ hafði unnið síðustu fjóra leiki sína fyrir leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner