Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur neitað fyrir fréttir portúgalskra fjölmiðla af sóknarmanninum Darwin Nunez í vikunni.
Úrúgvæski sóknarmaðurinn hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum og A Bola segir að ástæðan gæti verið kaupsamningur Liverpool við portúgalska félagið Benfica.
Úrúgvæski sóknarmaðurinn hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum og A Bola segir að ástæðan gæti verið kaupsamningur Liverpool við portúgalska félagið Benfica.
Grunnverðið sem Liverpool borgaði fyrir Nunez árið 2022 var 64 milljónir punda en ýmis ákvæði voru um að það verð gæti hækkað. Nunez hefur byrjað 49 leiki fyrir Liverpool í deild og Evrópu og ef hann nær 50 þá þarf Liverpool samkvæmt samkomulagi að borga Benfica 5 milljónir punda til viðbótar.
Slot var spurður út í það á fréttamannafundi hvort þetta væri rétt en hann kannaðist ekkert við þessa klásúlu.
„Trúið þið öllu sem fjölmiðlamenn segja? Ekki ég," sagði Slot.
„Þessi klásúla eru fréttir fyrir mér. Richard Hughes (yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool) myndi aldrei hafa áhrif á liðsvalið."
Athugasemdir