Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   lau 25. maí 2024 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Man Utd tók forystuna eftir slæm mistök
Mynd: EPA
Mynd: Manchester City
Manchester United er með forystuna í úrslitaleik FA bikarsins gegn Manchester City sem er í gangi þessa stundina.

Opnunarmarkið skoraði Alejandro Garnacho eftir afar slæm varnarmistök hjá Man City, þar sem Stefan Ortega og Josko Gvardiol misskildu hvorn annan.

Diogo Dalot sendi langan bolta úr vörninni yfir varnarlínu Man City þar sem Garnacho og Gvardiol enduðu í kapphlaupi um boltann.

Markvörðurinn Ortega vildi líka taka þátt í kappinu og spretti hann út úr vítateignum til að mæta boltanum.

Það fór ekki betur en svo að Gvardiol vann kapphlaupið og skallaði boltann aftur til baka, en Ortega var kominn alltof nálægt svo boltinn flaug yfir hann og beint til Garnacho sem skoraði í opið mark.

Rauðu djöflarnir komu boltanum aftur í netið skömmu síðar en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner
banner