
Breiðablik og Afturelding mættust á Kópavogsvelli í kvöld í 8 liða úrslit í Mjólkurbikarnum. Blikar sem eru efstir í Pepsi Max deild kvenna áttu hreinlega leikinn í dag. Breiðablik sigruðu Afturelding 5-0 í sannkölluðu stórsigri. Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, átti frábæran leik í kvöld. Hún skoraði 2 mörk og lagði upp 1.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 0 Afturelding
„Mjög góður leikur hjá okkur. Mér fannst hann byrja mjög vel, kannski duttum smá niður en svo fannst mér við eiga þetta í seinni hálfleik.'' segir Agla María eftir 5-0 sigur á Afturelding.
Agla var spurð hvort hún var ekki ánægð með frammstöðuna sína eftir að hafa skorað 2 mörk.
„Ég er bara mjög ánægð, ég legg upp með að reyna skora og leggja upp í hverjum leik, þannig ánægjilegt að boltinn hafi verið inni.''
„Við förum í þessa bikarleiki til þess að vinna þá og við ætlum okkur alla leið í bikarnum, þannig þetta er bara eitt skref af tvem í viðbót.'' segir Agla María.
Spurt var Öglu um næsta leik þeirra á móti Stjörnunni og hvort svona stórsigur hafi ekki góð áhrif á liðið fyrir næsta leik.
„Mér fannst það sértaklega gott eftir leikinn á móti Selfoss að halda áfram að svona krafti. Við höfum svoldið verið að detta niður eftir stóra sigra, þannig ég vona að við höldum því áfram og að við nýtum okkur þennan sigur í næsta leik'' segir Agla í lok.
Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir