Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2022 19:58
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Ekkert fær stöðvað Fram
Framarar eru í toppmálum
Framarar eru í toppmálum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann fimmta leik sinn í 2. deild kvenna í dag er liðið gjörsigraði ÍH, 7-0, í Skessunni í Hafnarfirði.

Fram hafði unnið alla fjóra leiki sína í deildinni fram að leiknum í dag og var ÍH engin fyrirstaða.

Jesica Grace Kass Ray og Halla Þórdís Svansdóttir gerðu báðar tvö mörk í leiknum en Ólína Sif Hlilmarsdóttir, Ana Catarina Da Costa Bral og Iryna Mayborodina komust einnig á blað.

Fram er á toppnum með fullt hús stiga eftir fimm leiki og með markatöluna 19:2.

ÍR gerði þá markalaust jafntefli við Völsung á ÍR-vellinum á meðan Sindri vann KÁ, 3-0.

Úrslit og markaskorarar:

ÍH 0 - 7 Fram
0-1 Ólína Sif Hilmarsdóttir ('14 )
0-2 Ana Catarina Da Costa Bral ('53 )
0-3 Jessica Grace Kass Ray ('67 )
0-4 Halla Þórdís Svansdóttir ('77 )
0-5 Iryna Mayborodina ('79 )
0-6 Jessica Grace Kass Ray ('80 )
0-7 Halla Þórdís Svansdóttir ('86 )

ÍR 0 - 0 Völsungur

Sindri 3 - 0 KÁ
1-0 Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir ('49 )
2-0 Samira Suleman ('53 )
3-0 Elín Ása Hjálmarsdóttir ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner