Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 25. júní 2024 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslandsvinurinn Bo sterklega orðaður við starfið hjá Burnley
Mynd: Getty Images
Bo og Atli Sveinn Þórarinsson.
Bo og Atli Sveinn Þórarinsson.
Íslandsvinurinn Bo Henriksen er samkvæmt veðbönkum næst líklegasti aðilinn til að taka við sem stjóri enska félagsins Burnley.

Bo gerði frábæra hluti með þýska liðið Mainz í vetur.

Burnley er í stjóraleit eftir að Vincent Kompany var fenginn til Bayern Munchen. Ruud van Nistelrooy er talinn líklegastur til að taka við starfinu en Nistelrooy er einnig orðaður við þjálfarastöðu hjá Manchester United. Næstir á lista eru svo Scott Parker, fyrrum stjóri Club Brugge og Fulham, Carlos Corberan, núverandi stjóri WBA, og Craig Bellamy sem var aðstoðarmaður Kompany.

Á árunum 2005-2006 lék Bo Björnholt Henriksen með Val, Fram og ÍBV á Íslandi og skoraði framherjinn 12 mörk í 26 KSÍ leikjum.

Hann ræddi stuttlega við danska miðilinn TIpsbladet eftir að enskir miðlar fjölluðu um áhuga Burnley á sér. „Ég tjái mig ekkert um það. Ég er mjög ánægður hjá Mainz og ánægður að vera þar. Það er frábært félag og fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir. Það er það mikilvægasta. Ég leyfi umboðsmönnum og öðrum að sjá um einhverjar sögusagnir," sagði Íslandsvinurinn.

Henrik Jensen var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Burnley en hann og Bo þekkjast frá tíma sínum saman hjá Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner