„Markmenn, markmenn Hjörvar Hafliðason, í Pepsi Max-deildinni. Hvað erum við að horfa upp á á þessari leiktíð," spurði Guðmundur Benediktsson, þáttarstjórnandi Pepsi Max-stúkunnar í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport. Spurningunni var beint að Hjörvari Hafliðasyni, fyrrum markverði og öðrum af sérfræðingum þáttarins.
„Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í deildinni í ár. Fyrir mig persónulega hefur púðrið í umfjöllunninni farið í dómara en mér finnst ég hafa séð vonlausan 'standard' á markvörslu í upphafi mótsins. Ég hef engan áhuga á Covid-afsökunum. Þetta er tómt bull og bras á þessum markmönnum."
„Svo við tölum bara hreina íslensku: Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna. Það er það sama þar. Markvarslan hefur verið hryllileg."
„Getum við farið fram á smá 'standard' þarna?" spurði Gummi.
„Þetta er 'yellow'," sagði Hjörvar og lyfti upp gula spjaldinu á markvörsluna í sumar.
— Arnar Freyr (@arnarfbald) July 25, 2020
Athugasemdir