Dries Mertens verður ekki áfram hjá Napoli en hann hafnaði samningstilboði félagsins um að vera áfram. Belgíski framherjinn vill þó taka eitt tímabil á Ítalíu áður en hann leggur skóna á hlluna.
Mertens eyddi níu árum af ferlinum hjá Napoli en ákvað að vera ekki áfram hjá félaginu þrátt fyrir að það hafi boðið honum 2,4 milljónir evra í árslaun.
Framherjinn, sem er 35 ára, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir næsta tímabil og er því opinn fyrir því að ganga til liðs við annað félag á Ítalíu áður en hann kallar þetta gott.
Lazio og Inter hafa áhuga á Mertens og eru að skoða möguleikann á að fá hann.
Mertens myndi henta Maurizio Sarri og félögum í Lazio vel í 4-3-3 leikkerfinu á meðan Inter er að hugsa um að hafa hann í fremstu víglínu með Romelu Lukaku.
Inter getur hins vegar ekki fengið hann fyrr en félagið nær samkomulagi við Alexis Sanchez um riftun á samningi.
Athugasemdir