mán 25. júlí 2022 16:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar reikna ekki með Telmu í næsta leik
Meiddu markverðirnir - Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir - léttar á því á æfingu á New York leikvanginum í Rotherham.
Meiddu markverðirnir - Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir - léttar á því á æfingu á New York leikvanginum í Rotherham.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks og A-landsliðsins, meiddist á landsliðsæfingu fyrir leikinn gegn Ítalíu á EM fyrr í þessum mánuði.

Telma varð fyrir hnémeiðslum og var ekki leikhæf fyrir leikina gegn Ítalíu og Frakklandi eftir að hafa verið á bekknum gegn Belgíu í fyrsta leik.

Fótbolti.net sendi fyrirspurn á Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks, í dag og spurði hann út í stöðuna á Telmu.

„Meiðslin eru þess eðlis að það er erfitt að setja tímaramma á þau en við reiknum ekki með Telmu a.m.k. í næsta leik. Hún er á leið í frekari rannsóknir sem vonandi segja okkur betur til um stöðuna," sagði Ási.

Næsti leikur Breiðabliks er gegn KR á fimmtudag. Næsti leikur á eftir þeim leik er gegn Keflavík viku síðar.

Aníta Dögg Guðmundsdóttir hefur verið varamarkvörður Breiðabliks í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner