Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. júlí 2022 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KR og Vals: Óli gerir fjórar breytingar á Valsliðinu
Patrick byrjar
Patrick byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie snýr til baka eftir bann
Kennie snýr til baka eftir bann
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Klukkan 19:15 hefst leikur KR og Vals á Meistaravöllum. Leikurinn er liður í fjórtándu umferð Bestu deildar karla.

Liðin eru í 5. og 7. sæti deildarinnar sem er óásættanleg staða.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Fram í síðustu umferð. Ægir Jarl og Kennie Chopart koma inn fyrir þá Aron Þórð Albertsson og Stefan Alexander Ljubicic. Chopart er að snúa til baka eftir eins leiks bann.

Ólafur Jóhanesson, sem ráðinn var þjálfari Vals fyrir viku síðan, gerir fjórar breytingar á liðinu frá tapinu gegn ÍBV. Ólafur tók við af Heimi Guðjónssyni og stýrir Val út tímabilið. Birkir Heimis, Sebastian Hedlund, Patrick Pedersen og Guðmundur Andri Tryggvason koma inn í liðið.

Rasmus Christiansen, Arnór Smárason, Frederik Ihler og Orri Hrafn Kjartansson taka sér sæti á bekknum. Aron Jóhannsson, sem skoraði í síðasta leik, tekur út leikbann. Guðmundur Andri er að snúa til baka eftir tveggja leikja bann og Hedlund eftir eins leiks bann.

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
0. Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner