Chris Brazell þjálfari Gróttu var allt annað en sáttur með dómgæsluna í tapi liðsins gegn Þór á Akureyri í dag.
„Við áttum góðan og skemmtilegan dag hér á norðurlandi. Yndislegt veður, við borðuðum pasta saman og æfðum á KA svæðinu. Komum svo hingað og spiluðum leik sem var algjört grín frá fyrstu mínútu vegna dómgæslunnar," sagði Chris Brazell.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 1 Grótta
„Við höfum ekki áhyggjur af leiknum og úrslitunum. Við áttum góðan dag saman, við sýndum mikinn karakter í leiknum, það er það eina sem við getum beðið um þegar leikurinn er dæmdur svona. Þetta var enginn fótboltaleikur, meira eins og sirkus."
Hann vildi ekkert fara nánar út í hvað hann var ósáttur við.
„Þú þarft bara að horfa á leikinn til að sjá það. Þú ert að reyna fá mig til að segja eitthvað sem þú getur skrifað um sem þið hafið gaman að gera við mig. Sama með dómarana, þeir hafa gaman af því," sagði Chris.
„Allir sem sáu leikinn með góðum augum eða með gleraugu eða linsum. Ég þarf ekki að útskýra það fyrir neinum sem sá leikinn."
























