Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   þri 25. júlí 2023 21:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chris Brazell ósáttur með dómgæsluna: Grín frá fyrstu mínútu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Chris Brazell þjálfari Gróttu var allt annað en sáttur með dómgæsluna í tapi liðsins gegn Þór á Akureyri í dag.

„Við áttum góðan og skemmtilegan dag hér á norðurlandi. Yndislegt veður, við borðuðum pasta saman og æfðum á KA svæðinu. Komum svo hingað og spiluðum leik sem var algjört grín frá fyrstu mínútu vegna dómgæslunnar," sagði Chris Brazell.


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Grótta

„Við höfum ekki áhyggjur af leiknum og úrslitunum. Við áttum góðan dag saman, við sýndum mikinn karakter í leiknum, það er það eina sem við getum beðið um þegar leikurinn er dæmdur svona. Þetta var enginn fótboltaleikur, meira eins og sirkus."

Hann vildi ekkert fara nánar út í hvað hann var ósáttur við.

„Þú þarft bara að horfa á leikinn til að sjá það. Þú ert að reyna fá mig til að segja eitthvað sem þú getur skrifað um sem þið hafið gaman að gera við mig. Sama með dómarana, þeir hafa gaman af því," sagði Chris.

„Allir sem sáu leikinn með góðum augum eða með gleraugu eða linsum. Ég þarf ekki að útskýra það fyrir neinum sem sá leikinn."


Athugasemdir
banner
banner