Fjölnismenn heimsóttu Fylki þegar flautað var til leiks í 12. umferð Pepsi Max deildar karla á Wurth vellinum í Árbænum. Fjölnismenn bíða enn eftir sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í sumar en Fylkismenn höfðu betur 2-0.
„Get kannski bara copy/paste af nokkrum öðrum leikjum. Hörkuleikur, mikil barátta, menn að leggja sig fram og gáfu allt í þetta og það var mikið undir í þessu og smá hiti og ég get ekki sagt neitt annað en að mínir menn skildu allt eftir á vellinum en voru kannski ekki alveg nógu klókir oft á tíðum að klára möguleikana okkar og við fáum á okkur mark eftir fast leikatriði, mark eftir horn í dag sem að setur leikinn í annað samhengi og við þurfum að fara framar á völlinn og opna okkur aðeins og þannig kemur mark númer tvö. Þannig þetta er svona endurtekið efni," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld.
„Get kannski bara copy/paste af nokkrum öðrum leikjum. Hörkuleikur, mikil barátta, menn að leggja sig fram og gáfu allt í þetta og það var mikið undir í þessu og smá hiti og ég get ekki sagt neitt annað en að mínir menn skildu allt eftir á vellinum en voru kannski ekki alveg nógu klókir oft á tíðum að klára möguleikana okkar og við fáum á okkur mark eftir fast leikatriði, mark eftir horn í dag sem að setur leikinn í annað samhengi og við þurfum að fara framar á völlinn og opna okkur aðeins og þannig kemur mark númer tvö. Þannig þetta er svona endurtekið efni," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 0 Fjölnir
Fjölnismenn sýndu mikla baráttu en þeir áttu í töluverðu brasi á síðasta þriðjung vallarins.
„Við þurfum að vera klókari þar, það er svolítið mikið þannig og þegar það gengur ekki að klára upphlaupinn að þá fara menn að setja meira púður í það og jafnvel skilja eftir opnanir á bakvið sig sem er svo refsað fyrir."
Aðspurður um það hvort Fljölnismenn hygðsust ætla sækja sér framherja í glugganum vildi Ási ekkert útiloka það.
„Það er ekkert útilokað, við erum að skoða það hvaða möguleikar eru."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir