Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   þri 25. ágúst 2020 19:50
Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveins: Óþarfa dónaskapur í þjóðkjörnum fulltrúa
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi. Þetta var hörkuleikur tveggja mjög góðra liða og því miður skoraði ÍBV meira en við í dag og það dugir þeim til að fara áfram og við erum úr leik," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 1 - 2 tap gegn ÍBV í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Fram

„Mér fannst við betri á löngum köflum en það snýst ekki um það. Þetta snýst um fjölda skoraðra marka og þeir skoruðu einu meira en við í dag og þess vegna fara þeir í undanúrslit í þessari keppni sem er flott hjá þeim og ég óska þeim til hamingju með það."

Jón var mjög ósáttur eftir leikinn og kvartaði í starfsmanni ÍBV undan Páli Magnússyni stuðningsmanni ÍBV sem var einn þeirra 10 sem fengu að vera í stúkunni fyrir hönd heimamanna.

„Mér fannst óþarfa dónaskapur í sumum mönnum í stúkunni og ég tala nú ekki um þjóðkjörinn fulltrúa okkar á þingi, ég var ósáttur við hvernig hann hagaði sér og hafði viðlíka orðbragð. Páll Magnússon var mjög dónalegur. Auðvitað geta menn sagt það sem þeir vilja fyrir utan völlinn en menn þurfa að passa orðbragðið og sýna smá kurteisi."

Nánar er rætt við Jón í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars liðsstyrk sem hann hefur fengið undanfarið.
Athugasemdir