Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   þri 25. ágúst 2020 19:50
Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveins: Óþarfa dónaskapur í þjóðkjörnum fulltrúa
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi. Þetta var hörkuleikur tveggja mjög góðra liða og því miður skoraði ÍBV meira en við í dag og það dugir þeim til að fara áfram og við erum úr leik," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 1 - 2 tap gegn ÍBV í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Fram

„Mér fannst við betri á löngum köflum en það snýst ekki um það. Þetta snýst um fjölda skoraðra marka og þeir skoruðu einu meira en við í dag og þess vegna fara þeir í undanúrslit í þessari keppni sem er flott hjá þeim og ég óska þeim til hamingju með það."

Jón var mjög ósáttur eftir leikinn og kvartaði í starfsmanni ÍBV undan Páli Magnússyni stuðningsmanni ÍBV sem var einn þeirra 10 sem fengu að vera í stúkunni fyrir hönd heimamanna.

„Mér fannst óþarfa dónaskapur í sumum mönnum í stúkunni og ég tala nú ekki um þjóðkjörinn fulltrúa okkar á þingi, ég var ósáttur við hvernig hann hagaði sér og hafði viðlíka orðbragð. Páll Magnússon var mjög dónalegur. Auðvitað geta menn sagt það sem þeir vilja fyrir utan völlinn en menn þurfa að passa orðbragðið og sýna smá kurteisi."

Nánar er rætt við Jón í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars liðsstyrk sem hann hefur fengið undanfarið.
Athugasemdir
banner
banner