Það er heil umferð spiluð í Bestu deild kvenna í dag en um er að ræða síðustu leikina áður en deildin skiptist í tvennt.
Björg Gunnlaugsdóttir, leikmaður FHL, sér um að spá í leiki dagsins. Björg og liðsfélagar hennar hafa átt frábært sumar en FHL hefur tryggt sér sigur í Lengjudeildinni og mun leika í Bestu deildinni næsta sumar.
Björg Gunnlaugsdóttir, leikmaður FHL, sér um að spá í leiki dagsins. Björg og liðsfélagar hennar hafa átt frábært sumar en FHL hefur tryggt sér sigur í Lengjudeildinni og mun leika í Bestu deildinni næsta sumar.
Breiðablik 3 - 1 Víkingur R. (14:00 í dag)
Þetta verður spennandi leikur, tvö hörkulið að mætast, Sammy setur eitt og leggur upp annað og Linda setur hann fyrir Víkinga.
FH 1 - 2 Valur (14:00 í dag)
Ég held að FH gefur ekkert eftir á móti bikameisturunum en Valur klárar þennan leik. Jasmín og Guðrún Elísabet skora fyrir Val og Snædís fyrir FH
Fylkir 1 - 3 Þór/KA (14:00 í dag)
Norðankonur eru búnar að vera í erfiðleikum upp á síðkastið en taka þennan leik þar sem Sandra María setur 2 og Karen María 1
Stjarnan 2 - 2 Þróttur R. (14:00 í dag)
Þetta verður jafn leikur og það verður mikið sótt á bæði mörkin. Bæði liðin þurfa á stigum að halda svo þetta verður hörkuleikur. Úlfa Dís og Hrefna skora fyrir Stjörnuna og Kristrún og Freyja hjá Þrótti.
Tindastóll 3 - 2 Keflavík (14:00 í dag)
Bæði þessara liða eru neðanlega á töflunni og þurfa stig í pottinn sinn. Keflavík mun reyna allt sem það getur en það verður Tindastóll sem tekur þetta og það verða Jordyn og Elísa sem verða á skotskónum hjá Tindastóli en Ariela Lewis hjá Keflavík.
Fyrri spámenn:
Kristín Dís Árnadóttir (5 réttir)
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (4 réttir)
Sölvi Haraldsson (3 réttir)
Magnús Haukur Harðarson (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Jón Stefán Jónsson (3 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Guðný Geirsdóttir (2 réttir)
Bryndís Arna Níelsdóttir (2 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 16 | 1 | 1 | 48 - 16 | +32 | 49 |
2. Breiðablik | 18 | 16 | 0 | 2 | 46 - 9 | +37 | 48 |
3. Þór/KA | 18 | 9 | 3 | 6 | 40 - 28 | +12 | 30 |
4. Víkingur R. | 18 | 8 | 5 | 5 | 28 - 29 | -1 | 29 |
5. FH | 18 | 8 | 1 | 9 | 30 - 36 | -6 | 25 |
6. Þróttur R. | 18 | 7 | 2 | 9 | 23 - 27 | -4 | 23 |
7. Stjarnan | 18 | 6 | 3 | 9 | 22 - 34 | -12 | 21 |
8. Tindastóll | 18 | 3 | 4 | 11 | 20 - 41 | -21 | 13 |
9. Fylkir | 18 | 2 | 4 | 12 | 17 - 34 | -17 | 10 |
10. Keflavík | 18 | 3 | 1 | 14 | 16 - 36 | -20 | 10 |
Athugasemdir