Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea íhugar kaup á Calvert-Lewin
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins og er hann smærri en vanalega í dag þar sem einbeitingin er á enska boltanum sem er byrjaður að rúlla á ný.


Chelsea er að íhuga kaup á Dominic Calvert-Lewin, 27 ára framherja Everton, sem ódýrari kost fyrir sóknarlínuna heldur en Victor Osimhen, 25, sem er með mjög háar launakröfur. (Sun)

Juventus hefur beðið Manchester United um að dekka hluta af launum Jadon Sancho, 24, ef hann verður lánaður yfir í ítalska boltann. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal ætlar að kaupa nýjan framherja eftir að spænski miðjumaðurinn Mikel Merino, 28, verður kominn inn. (Mirror)

Armando Broja fer ekki til Ipswich á lánssamningi eftir að hann féll á læknisskoðun hjá nýliðunum. (Sun)

Porto hefur gengið frá kaupum á Samu Omorodion, 20, fyrir 13 milljónir punda aðeins nokkrum vikum eftir að 34 milljón punda félagaskipti hans til Chelsea misheppnuðust. (Athletic)

Nottingham Forest hefur mikinn áhuga á að kaupa Arnaut Danjuma, 27 ára kantmann Villarreal. (Football Insider)

Leicester City er í viðræðum við belgíska félagið Genk um kaup á sóknartengiliðnum Bilal El Khannouss, sem leikur fyrir landslið Marokkó og kostar 17 milljónir punda. (HITC)

Wolves er í viðræðum við Burnley um kaup á Luca Koleosho, 18 ára kantmanni ítalska U21 landsliðsins. (Express)

Tino Anjorin, 22 ára miðjumaður Chelsea, hefur samþykkt samning frá Empoli í ítalska boltanum. Hann fer þangað á frjálsri sölu. (Fabrizio Romano)

Vinicius Junior, 24 ára kantmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, ætlar að taka ákvörðun um framtíð sína eftir tímabilið. Hann er með risastórt samningstilboð á borðinu frá sádi-arabísku deildinni. (ESPN)

Real Sociedad er í samningsviðræðum við þýska miðvörðinn Mats Hummels, 35, sem er samningslaus eftir að hafa leikið fyrir FC Bayern og Borussia Dortmund á glæsilegum ferli. (Athletic)

Neal Maupay, 28 ára framherji Everton, er spenntur fyrir að snúa aftur í franska boltann þar sem Nice er að sýna honum áhuga. (Nice-Matin)

Brentford er að kræka í brasilíska kantmanninn Gustavo Nunes, 18, fyrir 10 milljónir punda. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner