Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
banner
   sun 25. ágúst 2024 18:37
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhann Kristinn: Njóta þess að spila á móti sterkustu liðunum á landinu
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Mikið undir greinilega. Þvílík barátta og bara hrós á Fylki og óska þeim til hamingju með stig sem vonandi nýtist þeim í þeirra barráttu sem þau eru í. Fylkir átti þetta stig alveg skilið,“ sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, eftir jafntefli við Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

Þór/KA kemst yfir snemma leiks en er undir í hálfleik. „Þetta er klaufaskapur bara í okkur, við höfum aðeins verið að glíma við þetta núna. Við vitum alveg að því, erum að reyna að laga það. Það er svolítið erfitt að snúa svona við. Við áttum náttúrulega bara að ganga á lagið og halda áfram og skora bara fleiri mörk.”

„En ég meina Fylkir, tek ekkert af þeim, gera þetta bara vel koma sér inn í leikinn aftur með marki og svo bara öðru og leiða.“

„Við vorum svona pínu sjálfum okkur verstar ég viðurkenni það alveg. Mér fannst nú 2-1 svona, segjum kannski ekki alveg sanngjarnt í hálfleik.“

 Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í dag og er komin í 20 mörk skoruð í sumar. „Tuttugu marka manneskja er náttúrulega dálítið svakalegt en ég er alveg viss um það líka, svona svo ég segi það fyrir hina leikmennina okkar, að ég er ekki viss um að hún myndi skora tuttugu mörk í hvaða liði sem er.“

„Við höfum verið að spila inn á milli og stóra kafla í leikjum nokkuð vel en við höfum verið klaufar og verið sjálfum okkur verst í að kasta frá okkur stigum sérstaklega upp á síðkastið og eins og árið í ár er þá er mjög erfitt að ná Val og Breiðablik og ef að við erum þá næst bestar á eftir þá er það frábært.“

Viðtalið við Jóhann Kristinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner