Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 25. ágúst 2024 18:37
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhann Kristinn: Njóta þess að spila á móti sterkustu liðunum á landinu
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Mikið undir greinilega. Þvílík barátta og bara hrós á Fylki og óska þeim til hamingju með stig sem vonandi nýtist þeim í þeirra barráttu sem þau eru í. Fylkir átti þetta stig alveg skilið,“ sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, eftir jafntefli við Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

Þór/KA kemst yfir snemma leiks en er undir í hálfleik. „Þetta er klaufaskapur bara í okkur, við höfum aðeins verið að glíma við þetta núna. Við vitum alveg að því, erum að reyna að laga það. Það er svolítið erfitt að snúa svona við. Við áttum náttúrulega bara að ganga á lagið og halda áfram og skora bara fleiri mörk.”

„En ég meina Fylkir, tek ekkert af þeim, gera þetta bara vel koma sér inn í leikinn aftur með marki og svo bara öðru og leiða.“

„Við vorum svona pínu sjálfum okkur verstar ég viðurkenni það alveg. Mér fannst nú 2-1 svona, segjum kannski ekki alveg sanngjarnt í hálfleik.“

 Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í dag og er komin í 20 mörk skoruð í sumar. „Tuttugu marka manneskja er náttúrulega dálítið svakalegt en ég er alveg viss um það líka, svona svo ég segi það fyrir hina leikmennina okkar, að ég er ekki viss um að hún myndi skora tuttugu mörk í hvaða liði sem er.“

„Við höfum verið að spila inn á milli og stóra kafla í leikjum nokkuð vel en við höfum verið klaufar og verið sjálfum okkur verst í að kasta frá okkur stigum sérstaklega upp á síðkastið og eins og árið í ár er þá er mjög erfitt að ná Val og Breiðablik og ef að við erum þá næst bestar á eftir þá er það frábært.“

Viðtalið við Jóhann Kristinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner