Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 25. ágúst 2024 18:37
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhann Kristinn: Njóta þess að spila á móti sterkustu liðunum á landinu
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Mikið undir greinilega. Þvílík barátta og bara hrós á Fylki og óska þeim til hamingju með stig sem vonandi nýtist þeim í þeirra barráttu sem þau eru í. Fylkir átti þetta stig alveg skilið,“ sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, eftir jafntefli við Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

Þór/KA kemst yfir snemma leiks en er undir í hálfleik. „Þetta er klaufaskapur bara í okkur, við höfum aðeins verið að glíma við þetta núna. Við vitum alveg að því, erum að reyna að laga það. Það er svolítið erfitt að snúa svona við. Við áttum náttúrulega bara að ganga á lagið og halda áfram og skora bara fleiri mörk.”

„En ég meina Fylkir, tek ekkert af þeim, gera þetta bara vel koma sér inn í leikinn aftur með marki og svo bara öðru og leiða.“

„Við vorum svona pínu sjálfum okkur verstar ég viðurkenni það alveg. Mér fannst nú 2-1 svona, segjum kannski ekki alveg sanngjarnt í hálfleik.“

 Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í dag og er komin í 20 mörk skoruð í sumar. „Tuttugu marka manneskja er náttúrulega dálítið svakalegt en ég er alveg viss um það líka, svona svo ég segi það fyrir hina leikmennina okkar, að ég er ekki viss um að hún myndi skora tuttugu mörk í hvaða liði sem er.“

„Við höfum verið að spila inn á milli og stóra kafla í leikjum nokkuð vel en við höfum verið klaufar og verið sjálfum okkur verst í að kasta frá okkur stigum sérstaklega upp á síðkastið og eins og árið í ár er þá er mjög erfitt að ná Val og Breiðablik og ef að við erum þá næst bestar á eftir þá er það frábært.“

Viðtalið við Jóhann Kristinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner