Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   sun 25. ágúst 2024 18:37
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhann Kristinn: Njóta þess að spila á móti sterkustu liðunum á landinu
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Mikið undir greinilega. Þvílík barátta og bara hrós á Fylki og óska þeim til hamingju með stig sem vonandi nýtist þeim í þeirra barráttu sem þau eru í. Fylkir átti þetta stig alveg skilið,“ sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, eftir jafntefli við Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

Þór/KA kemst yfir snemma leiks en er undir í hálfleik. „Þetta er klaufaskapur bara í okkur, við höfum aðeins verið að glíma við þetta núna. Við vitum alveg að því, erum að reyna að laga það. Það er svolítið erfitt að snúa svona við. Við áttum náttúrulega bara að ganga á lagið og halda áfram og skora bara fleiri mörk.”

„En ég meina Fylkir, tek ekkert af þeim, gera þetta bara vel koma sér inn í leikinn aftur með marki og svo bara öðru og leiða.“

„Við vorum svona pínu sjálfum okkur verstar ég viðurkenni það alveg. Mér fannst nú 2-1 svona, segjum kannski ekki alveg sanngjarnt í hálfleik.“

 Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í dag og er komin í 20 mörk skoruð í sumar. „Tuttugu marka manneskja er náttúrulega dálítið svakalegt en ég er alveg viss um það líka, svona svo ég segi það fyrir hina leikmennina okkar, að ég er ekki viss um að hún myndi skora tuttugu mörk í hvaða liði sem er.“

„Við höfum verið að spila inn á milli og stóra kafla í leikjum nokkuð vel en við höfum verið klaufar og verið sjálfum okkur verst í að kasta frá okkur stigum sérstaklega upp á síðkastið og eins og árið í ár er þá er mjög erfitt að ná Val og Breiðablik og ef að við erum þá næst bestar á eftir þá er það frábært.“

Viðtalið við Jóhann Kristinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner