Manchester United er nálægt því að krækja í Manuel Ugarte, miðjumann PSG.
Rauðu djöflarnir hafa verið á eftir Ugarte í allt sumar en átt í erfiðleikum í viðræðum við PSG um kaupverð.
Ugarte vill ólmur ganga til liðs við Man Utd og eru ensku úrvalsdeildarrisarnir nálægt því að ná samkomulagi við PSG.
Þeir munu fjármagna kaupin að hluta til með sölu á skoska miðjumanninum Scott McTominay sem er eftirsóttur af ýmsum félögum en Napoli virðist leiða kapphlaupið um hann.
Eftir söluna á McTominay getur United gengið frá kaupum á Ugarte, en það eru tæpir sex dagar eftir af félagaskiptaglugganum.
Athugasemdir