Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 25. ágúst 2024 18:28
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Við erum ekkert að fara þarna upp til að vera uppfylling
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega stoltur af liðinu, og stelpunum, og hvernig þær kláruðu þetta, settu þetta í dramatík“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir að hans lið tryggði sér sæti í efri hluta Bestu deildarinnar með 1-2 sigri á Stjörnunni fyrr í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Þróttur R.

„Erfiður leikur, Stjörnuliðið gott, voru klókar, biðu á okkur og lúrður á skyndisóknum. Þannig það var ekki hægt að sleppa alveg fram af sér beislinu fyrr en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Mér fannst leikurinn einhvernveginn vera að fjara út í einhverja vitleysu og gamblaði á það að Sóley gæti gefið okkur eitthvað frammi sem hún heldur betur gerði“ hélt hann svo áfram en það var miðvörðurinn Sóley María Steinarsdóttir sem kláraði leikinn fyrir Þrótt.

Aðspurður hvernig liðið fer inn í þessa síðustu leiki tímabilsins segir hann:

„Við förum bara brattar. Það eru fimm leikir á móti hörku andstæðingum sem gefur okkur tækifæri til þess að bæta okkar leik og leikstíl og safna stigum. Við erum ekkert að fara þarna upp til að vera uppfylling við ætlum að ná í stig og koma okkur eins hátt á töfluna og hægt er“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner