Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
banner
   sun 25. ágúst 2024 18:28
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Við erum ekkert að fara þarna upp til að vera uppfylling
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega stoltur af liðinu, og stelpunum, og hvernig þær kláruðu þetta, settu þetta í dramatík“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir að hans lið tryggði sér sæti í efri hluta Bestu deildarinnar með 1-2 sigri á Stjörnunni fyrr í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Þróttur R.

„Erfiður leikur, Stjörnuliðið gott, voru klókar, biðu á okkur og lúrður á skyndisóknum. Þannig það var ekki hægt að sleppa alveg fram af sér beislinu fyrr en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Mér fannst leikurinn einhvernveginn vera að fjara út í einhverja vitleysu og gamblaði á það að Sóley gæti gefið okkur eitthvað frammi sem hún heldur betur gerði“ hélt hann svo áfram en það var miðvörðurinn Sóley María Steinarsdóttir sem kláraði leikinn fyrir Þrótt.

Aðspurður hvernig liðið fer inn í þessa síðustu leiki tímabilsins segir hann:

„Við förum bara brattar. Það eru fimm leikir á móti hörku andstæðingum sem gefur okkur tækifæri til þess að bæta okkar leik og leikstíl og safna stigum. Við erum ekkert að fara þarna upp til að vera uppfylling við ætlum að ná í stig og koma okkur eins hátt á töfluna og hægt er“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner