Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   sun 25. ágúst 2024 18:28
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Við erum ekkert að fara þarna upp til að vera uppfylling
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega stoltur af liðinu, og stelpunum, og hvernig þær kláruðu þetta, settu þetta í dramatík“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir að hans lið tryggði sér sæti í efri hluta Bestu deildarinnar með 1-2 sigri á Stjörnunni fyrr í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Þróttur R.

„Erfiður leikur, Stjörnuliðið gott, voru klókar, biðu á okkur og lúrður á skyndisóknum. Þannig það var ekki hægt að sleppa alveg fram af sér beislinu fyrr en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Mér fannst leikurinn einhvernveginn vera að fjara út í einhverja vitleysu og gamblaði á það að Sóley gæti gefið okkur eitthvað frammi sem hún heldur betur gerði“ hélt hann svo áfram en það var miðvörðurinn Sóley María Steinarsdóttir sem kláraði leikinn fyrir Þrótt.

Aðspurður hvernig liðið fer inn í þessa síðustu leiki tímabilsins segir hann:

„Við förum bara brattar. Það eru fimm leikir á móti hörku andstæðingum sem gefur okkur tækifæri til þess að bæta okkar leik og leikstíl og safna stigum. Við erum ekkert að fara þarna upp til að vera uppfylling við ætlum að ná í stig og koma okkur eins hátt á töfluna og hægt er“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner