Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Keflavík kom til baka gegn Vestra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 1 - 3 Keflavík
1-0 Nacho Gil ('16)
1-1 Tristan Freyr Ingólfsson ('53)
1-2 Joey Gibbs ('66)
1-3 Helgi Þór Jónsson ('95)

Topplið Lengjudeildarinnar lenti undir á útivelli gegn Vestra í eina leik dagsins.

Nacho Gil kom Ísfirðingum yfir með skoti af 30 metra færi eftir að gestirnir frá Keflavík höfðu verið talsvert hættulegri fyrsta stundarfjórðunginn.

Keflvíkingar komust nálægt því að jafna en tókst ekki fyrr en í upphafi síðari hálfleiks, þegar Tristan Freyr Ingólfsson skoraði eftir mikið klafs í vítateig Vestra í kjölfar hornspyrnu.

Heimamenn hresstust við eftir jöfnunarmarkið og skiptust liðin á að eiga góðar sóknir þar til Joey Gibbs kom gestunum yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Tristani Frey.

Keflvíkingar færðu sig aftar á völlinn eftir að hafa tekið forystuna og tókst heimamönnum ekki að jafna þrátt fyrir góðar tilraunir. Á lokamínútunum setti Vestri alla menn fram og tókst Keflvíkingum þá að innsigla sigurinn. Helgi Þór Jónsson slapp þá einn í gegn og renndi knettinum í autt markið.

Lokatölur urðu 1-3 fyrir Keflavík sem er með fjögurra stiga forystu á toppi Lengjudeildarinnar.

Vestri er um miðja deild og getur kysst drauminn um að fara upp í efstu deild bless í bili.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner