Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 25. september 2021 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Viðbrögðin úr stúkunni voru fáránleg
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var auðvitað hress og kátur eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. ÍA náði að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu 2-0 undir á 63. mínútu, en 12 mínútum síðar voru gestirnir af Akranesi komnir í forystu. Magnaður viðsnúningur.

„Þetta er svolítið mögnuð tilfinning. Leikurinn var skrítinn, hvernig hann þróaðist. Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik, fengum víti og fullt af færum til að skora. Svo neglir Ástbjörn boltanum í vinkillinn seint í fyrri hálfleik. Við vorum með mikla yfirburði og spiluðum fínan fótbolta. Hlutirnir virtust ekki vera að detta með okkur," sagði Jói Kalli.

„Við lendum 2-0 undir með sjálfsmarki. Karakterinn sem þessir gæjar sýna, þetta er ótrúlegt. Ég er búinn að segja það í allt sumar að ég hef gríðarlega mikla trú á þessum strákum og þeir sönnuðu það fyrir öllum landsmönnum að þeir eru magnaðir gæjar. Magnaðir gæjar!"

„Viðbrögðin sem við fengum úr stúkunni þegar Alex Davey skorar voru fáránleg. Þegar við vorum 2-0 undir, þá var fólkið enn að styðja okkur. Auðvitað skiptir þetta máli, að fólkið standi svona á bak við okkur," sagði Jói Kalli.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner