Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 25. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Af hverju æfði Ísland ekki á keppnisvellinum?
Frá æfingu Íslands í morgun.
Frá æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland spilar á morgun við sterkt lið Þýskalands í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni.

Stelpurnar byrjuðu Þjóðadeildina á því að vinna 1-0 sigur gegn Wales á Laugardalsvelli.

Frá því okkar lið lenti í Þýskalandi þá hafa þær haft aðsetur í Düsseldorf og þær hafa æft á æfingasvæði fótboltafélagsins BV 04 hér í borg.

Þær tóku sína síðustu æfingu fyrir leik í morgun en það tíðkast oftast að lið æfi á keppnisvellinum daginn fyrir leik. Íslenska liðið kaus að gera það ekki í þetta skiptið.

Leikurinn fer fram í Bochum sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Düsseldorf. Í staðinn fyrir að leggja um eins og hálfs tíma ferðalag á leikmenn daginn fyrir leik, þá var ákveðið að æfa bara í Düsseldorf. Liðið hefur fengið að æfa þar við góðar aðstæður. Fyrir æfinguna í dag voru tekin viðtöl sem má horfa á hér fyrir neðan.

Leikurinn á morgun fer fram á Ruhrstadion í Bochum en hann er með pláss fyrir um 26 þúsund manns.
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Athugasemdir
banner
banner
banner