Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 25. september 2023 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Íslenska hæfileikabúntið" skrifar undir langtímasamning við Midtjylland
Heimasíða Midtjylland: Islandsk stortalent forlænger med fem år
Daníel við undirskrift.
Daníel við undirskrift.
Mynd: Midtjylland
Á EM í sumar.
Á EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Meistari síðasta vor.
Meistari síðasta vor.
Mynd: Aðsend
Danska félagið FC Midtjylland tilkynnti í dag að Daníel Freyr Kristjánsson væri búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Daníel er átján ára og spilar sem vinstri bakvörður í U19 liði félagsins. Hann var keyptur frá Stjörnunni í fyrra, skrifaði þá undir þriggja ára samning en er strax ári síðar búinn að skrifa undir nýjan samning.

Í grein á heimasíðu Midtjylland er tekið fram að hann sé að þróast hratt og hann muni nú byggja enn frekar ofan á sinn leik.

Daníel varð meistari með U19 liði Midtjylland í fyrra, var stoðsendingahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa misst af leikjum til að byrja með á síðasta tímabili. Hann var næst stoðsendingahæstur í dönsku U19 deildinni.

„Daníel er hæfileikaríkur, ungur leikmaður sem er með íslenska hugarfarið sem okkur líkar svo vel við. Ofan á það er hann klár fótboltamaður sem leggur upp mörg mörk og getur spilað margar stöður," segir Kristian Bach Bak sem starfar sem staðgengill yfirmanns íþróttamála hjá Midtjylland.

„Hann býr yfir mikilli getu með boltann, og ef hann getur bætt enn frekar við hana, þá verður hann mjög spennandi leikmaður. Við trúum á hann og vð erum spenntir að sjá hann þróast frekar."

„Við viljum að hann skori fleiri mörk, og hann getur gert það. Hann er fót sem ekki svo margir eru með og er með mikinn leikskilning. Þetta eru hlutir sem eru erfiðir að æfa, núna þarf hann að bæta sig líkamlega og í návígum."


Daníel lék sem hægri kantmaður hjá Stjörnunni en hann er með öflugan vinstri fót. Hann er U19 landsliðsmaður og byrjaði tvo af þremur leikjum landsliðsins á EM í sumar. Hann er fæddur árið 2005 og er því áfram gjaldgengur í U19 liðið.

„Þetta er draumur að verða að veruleika. Ég hef einungis verið hér í ár og er því stoltur að fá nú þegar nýja samning."

„Núna vil ég halda áfram að þróa minn leik á hverjum degi. Markmið mitt er að komast inn í aðalliðið og ná í eisns mikla reynslu og hægt er."


Framundan hjá U19 liði Midtjylland er Evrópukeppni unglingaliða.

„Ég hef spilað stöðu vinstri bakvarðar áður í landsliðinu, og ég hef alltaf vitað að einn daginn myndi ég færast alfarið í þessa stöðu. Í sóknarsinnuðu liði eins og Midtjylland þar sem bakverðirnir fara mikið fram, þá líður mér vel."

„Við viljum fara eins langt og hægt er í Evrópukeppninni. Við förum fljótlega til Portúgals og spilum fyrsta leikinn (gegn Famalicao) og við ætlum að fara þangað og vinna,"
sagði Daníel.

Daníel ræddi stuttlega við Fótbolta.net áður en hann hélt á æfingu með aðalliði Midtjylland í morgun.

„Ég er ótrúlega ánægður að þeir hafi viljað semja aftur við mig eftir bara eitt ár hjá félaginu. Mér líður mjög vel hjá Midtjylland, hér er allt til alls svo ég geti haldið áfram að bæta mig," sagði leikmaðurinn.

Ólafur Garðarsson er umboðsmaður leikmannsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner