Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
banner
   fim 25. september 2025 20:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Stjarnan kom í veg fyrir titilfögnuð - Dramatík í Laugardal
Kvenaboltinn
Úlfa Dís átti frábæran leik fyrir Stjörnuna
Úlfa Dís átti frábæran leik fyrir Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kayla Marie Rollins var hetja Þróttar
Kayla Marie Rollins var hetja Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Stjörnunni í kvöld eftir að FH gerði jafntefli gegn Val fyrr í kvöld.

Þetta byrjaði vel fyrir Blikana því Samantha Smith kom liðinu yfir þegar hún skoraði með góðu skoti úr teignum í nærhornið.

Breiðablik varð fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Elín Helena Karlsdóttir lenti illa og meiddist illa. Hún fékk aðhlynningu og það var kallað á sjúkrabíl, hún virtist meiðast á hendi.

Stjarnan var ekki lengi að jafna metin í seinni hálfleik en þar var að verki Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir. Þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma skoraði Birna Jóhannsdóttir og kom Stjörnunni yfir.

Fleiri mörk urðu ekki skoruð og sigur Stjörnunnar staðreynd sem þýðir að Breiðablik tókst ekki að gulltryggja sér titilinn.

Það var ótrúleg dramatík í leik Þróttar og Víkings í Laugardalnum. Katie Cousins kom Þrótti yfir með frábæru skoti. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Bergdís Sveinsdóttir einnig með frábæru skoti.

Undir lok leiksins fékk Jelena Tinna Kujundzic rautt spjald fyrir að brjóta á Dagnýju Rún Pétursdóttur. Víkingur fékk aukaspyrnu fyrir utan teiginn og Bergdís gerði sér lítið fyrir og skoraði úr henni og kom Víkingum yfir.

Dramatíkinni var ekki lokið því Kayla Marie Rollins jafnaði metin fyrir Þrótt. Stuttu síðar fékk Þróttur hornspyrnu og Kayla bætti sínu öðru marki við og tryggði Þrótturum dramatískan sigur.

Breiðablik er á toppnum með 49 stig, tíu stigum á undan FH og Þrótti þegar 12 stig eru eftir í pottinum. Stjarnan er í 5.sæti með 28 stig og Víkingur í 6. sæti með 25 stig.

Þróttur R. 3 - 2 Víkingur R.
1-0 Katherine Amanda Cousins ('29 )
1-1 Bergdís Sveinsdóttir ('48 )
1-2 Bergdís Sveinsdóttir ('85 )
2-2 Kayla Marie Rollins ('93 )
3-2 Kayla Marie Rollins ('95 )
Rautt spjald: Jelena Tinna Kujundzic , Þróttur R. ('84)
Lestu um leikinn

Breiðablik 1 - 2 Stjarnan
1-0 Samantha Rose Smith ('25 )
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('51 )
1-2 Birna Jóhannsdóttir ('77 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 19 16 1 2 78 - 17 +61 49
2.    FH 19 12 3 4 45 - 22 +23 39
3.    Þróttur R. 19 12 3 4 37 - 24 +13 39
4.    Valur 19 8 4 7 31 - 28 +3 28
5.    Stjarnan 19 9 1 9 33 - 37 -4 28
6.    Víkingur R. 19 8 1 10 42 - 42 0 25
Athugasemdir
banner