Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 11:45
Kári Snorrason
Ingó Sig fyrir úrslitaleikinn: Kæmi skemmtilega á óvart að enda markahæstur
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Barist verður um hinn glæsilega Fótbolta.net bikar á föstudagskvöld.
Barist verður um hinn glæsilega Fótbolta.net bikar á föstudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Víkingur Ólafsvík mætir Tindastól í úrslitum Fótbolta.net bikarsins á föstudagskvöld. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin fer fram og má búast við mikilli spennu í loftinu á Laugardalsvelli annað kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Ingólf Sigurðsson, leikmann Víkings Ólafsvíkur, fyrir úrslitaleikinn á morgun.

„Maður finnur það á fólki að það er rosaleg spenna fyrir leiknum. Það verður ótrúlega gaman að sjá Ólafsvíkinga í stúkunni. Maður vill hvetja Ólafsvíkinga sem aðra að mæta á völlinn. Það er ótrúlega gaman að spila undir flóðljósum á glæsilegum Laugardalsvelli. Það er líka mjög skemmtilegt að hafa leikinn á föstudagskvöldi, það gefur þessu auka krydd,“ segir Ingó.

Deild á milli liðanna

Ólafsvíkurliðið er í 2. deild en Tindastóll er í 3. deild. Tindastóll hefur þó sýnt fram á að deildarmunur skipti litlu í Fótbolti.net bikarnum.

„Tindastólsliðið er mjög gott. Það hefur farið í gegnum 2. deildarlið í keppninni, þar á meðal lið sem endaði fyrir ofan okkur í deildinni í sumar. Þrátt fyrir að það sé deild á milli okkar held ég að þetta verði mjög jafn leikur. Maður ber mikla virðingu fyrir þeirra góða liði.

Þegar það er komið í svona stóran leik eins og þennan verður fiðringur í mönnum. Svona úrslitaleikir eru oft frábrugðnir öðrum að þessu leyti. Við komum inn í þetta og reynum að spila góðan leik. Það verður mjög erfitt að spila gegn Tindastól, en við komum fullir tilhlökkunar.“


Á möguleika á að vera markahæstur

Ingólfur á möguleika á að hreppa markakóngstitilinn í bikarkeppninni. Hann er með fjögur mörk en sá markahæsti í keppninni er með fimm mörk.

„Það er skemmtilegt. Ég er ekki mjög upptekinn af því hvort að ég sé að skora einhver mörk eða ekki. Maður vill að liðinu vegni vel. En það er skemmtilegt að hafa verið á skotskónum í þessari keppni. Það kæmi mér skemmtilega á óvart ef ég myndi uppi sem markahæstur í þessari keppni.“

Leikurinn fer fram annað kvöld á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:15. Smelltu hér til að fara í miðasöluna
Athugasemdir