Breski miðillinn Record Sport greinir frá því að Kjartan Már Kjartansson, sem Aberdeen keypti frá Stjörnunni í sumar, hefði líklega átt að fá sínar fyrstu mínútur með liðinu um liðna helgi en meiðsli komu í veg fyrir það.
Kjartan meiddist á æfingu Aberdeen á föstudag og missti af leiknum gegn Motherwell um síðustu helgi.
Kjartan meiddist á æfingu Aberdeen á föstudag og missti af leiknum gegn Motherwell um síðustu helgi.
Samkvæmt heimildum Record Sport átti íslenski U21 árs landsliðsmaðurinn að vera í hópnum hjá stjóranum Jimmy Thelin gegn Motherwell og líkur á að hann fengi mínútur í leiknum.
Það er barátta um sæti á miðjunni hjá Aberdeen og Kjartan átti að fá tækifæri til að stimpa sig inn, en meiðsli í læri komu í veg fyrir það.
Kjartan er 19 ára miðjumaður sem var í stóru hlutverki hjá uppeldisfélaginu Stjörnunni áður en hann var seldur í sumar. Hann verður frá næstu vikurnar vegna meiðslanna.
Í greininni er tekið fram að þetta sé högg fyrir Kjartan og Thelin því táningurinn hafi verið að sýna miklar framfarir síðustu vikurnar.
Athugasemdir