Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
   mið 03. september 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Kjartan Már Kjartansson.
Kjartan Már Kjartansson.
Mynd: Aberdeen
Hinn nítján ára gamli Kjartan Már Kjartansson er að fóta sig í nýrri deild en þessi efnilegi varnartengiliður var seldur frá Stjörnunni til skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen í sumar.

„Maður er að koma sér inn í þetta. Þetta er krefjandi en á sama tíma drullugaman. Þetta er bara geggjað," segir Kjartan, sem er spenntur fyrir því sem framundan er í skoska boltanum.

Kjartan hefur verið á bekknum í fyrstu deildarleikjum Aberdeen á tímabilinu og ekki enn fengið tækifæri.

„Ég er kominn í töluvert betri deild og maður er að læra á hverjum degi. Þetta er bara tímaspursmál."

Byrjun liðsins hefur verið erfið og það tapað öllum þremur leikjum sínum. Hvert er markmið Aberdeen?

„Markmiðið er fyrst og fremst að fara að vinna leiki. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun en þegar takturinn kemur þá hef ég engar áhyggjur af þessu. Þá fara sigrarnir að koma," segir Kjartan.

Kjartan er í landsliðsverkefni með U21 landsliði Íslands en framundan eru leikir gegn Færeyjum og Eistlandi, fyrstu leikirnir í undankeppni EM. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Laugardalnum í dag en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir