Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
   mið 03. september 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Kjartan Már Kjartansson.
Kjartan Már Kjartansson.
Mynd: Aberdeen
Hinn nítján ára gamli Kjartan Már Kjartansson er að fóta sig í nýrri deild en þessi efnilegi varnartengiliður var seldur frá Stjörnunni til skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen í sumar.

„Maður er að koma sér inn í þetta. Þetta er krefjandi en á sama tíma drullugaman. Þetta er bara geggjað," segir Kjartan, sem er spenntur fyrir því sem framundan er í skoska boltanum.

Kjartan hefur verið á bekknum í fyrstu deildarleikjum Aberdeen á tímabilinu og ekki enn fengið tækifæri.

„Ég er kominn í töluvert betri deild og maður er að læra á hverjum degi. Þetta er bara tímaspursmál."

Byrjun liðsins hefur verið erfið og það tapað öllum þremur leikjum sínum. Hvert er markmið Aberdeen?

„Markmiðið er fyrst og fremst að fara að vinna leiki. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun en þegar takturinn kemur þá hef ég engar áhyggjur af þessu. Þá fara sigrarnir að koma," segir Kjartan.

Kjartan er í landsliðsverkefni með U21 landsliði Íslands en framundan eru leikir gegn Færeyjum og Eistlandi, fyrstu leikirnir í undankeppni EM. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Laugardalnum í dag en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner