Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 25. október 2022 19:13
Elvar Geir Magnússon
Orri yngstur Íslendinga til að spila í Meistaradeildinni
Orri Steinn Óskarsson varð sautjándi Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeildinni.
Orri Steinn Óskarsson varð sautjándi Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson varð í kvöld sautjándi Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu en hann kom inn sem varamaður á 81. mínútu þegar FC Kaupmannahöfn tapaði 3-0 gegn Sevilla á útivelli.

Orri varð jafnframt yngstur Íslendinga til að spila í keppninni en hann er 18 ára og 57 daga gamall, eins og fjallað er um á mbl.is.

Arnór Sigurðsson átti fyrra met yfir yngsta Íslending Meistaradeildarinnar, hann var 19 ára og 127 ára gamall þegar hann lék fyrir CSKA Moskvu í keppninni.

Í fyrsta sinn komu þrír Íslendingar við sögu í sama leiknum í Meistaradeildinni í leiknum á Spáni í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði danska meistaraliðsins.

Orri Steinn er U21 landsliðsmaður Íslands og fór í unglingastarf FCK 2020, frá uppeldisfélagi sínu Gróttu. Faðir hans er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks.
Athugasemdir
banner