mán 25. nóvember 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Fortíð og framtíð
Eymundur Eymundsson.
Eymundur Eymundsson.
Mynd: Úr einkasafni
Eymundur Eymundsson hefur undanfarin ár haldið uppi kröfugri umræðu um andlega líðan í íþróttum. Eymundur var í ítarlegu viðtali hjá sjónvarpsstöðinni N4 á dögunum þar sem hann ræddi þessi mál.

„Eymundur þekkir það vel hversu íþyngjandi það er að burðast með andleg veikindi samhliða íþróttaiðkun. Hann þekkir það að treysta sér ekki til þess að hitta liðsfélagana fyrir utan æfingar vegna félagskvíða. Hann þekkir það að geta ekki sagt frá andlegum veikindum sínum af ótta við að sýna veikleikamerki. Hvernig er að takast á við félagsfælni í hópíþrótt? Hvernig er að þurfa að hætta að stunda íþróttina sem maður elskar vegna veikinda? Hvað er til ráða og hvert er hægt að leita? Hvernig bregst maður við því þegar að liðsfélagi opnar sig varðandi andleg veikindi? Eymundur á mikið hrós skilið fyrir það hugrekki sem hann sýnir með því að stíga fram og segja sína sögu í sjónvarpsviðtali. Það er vonandi að hans saga geti hjálpað einhverjum sem eru að burðast með andleg veikindi í sínu lífi," segir í umsögn N4 um þáttinn.

Smelltu hér til að sjá viðtal við Eymund hjá N4

Pistill frá Eymundi
Íþróttamenn fortíðar gagnvart andlegum vanda eiga það skilið að íþróttamenn framtíðar fái stuðning og skilning innan félaga sem út í samfélaginu eins og þegar um líkamlegan vanda er um að ræða. Íþróttahreyfinginn hefur misst marga í gegnum tíðina og er mikilvægt er að spyrja sig afhverju? Það er þekking til staðar í dag sem var ekki til hér áður fyrr gagnvart andlegum vanda. Íþróttafólk hefur stigið fram og sagt sína sögu til þess að hægt sé að gera betur að það eigi ekki að vera feimnismál að tala um andlegan vanda. Þegar íþróttafólk meiðist er oft sjúkraþjálfari, stuðningur og skilningur sem kemur frá félaginu.

Þegar er um andlegan vanda hvað þá og hver er stuðningur og skilningur frá félaginu? Íþróttafélög fá viðurkenningar fyrir að vera fyrirmyndarfélög sem er gott og blessað en hver er staðan gagnvart andlegum vanda hjá þeim félögum? Það er unnið frábært starf innan íþróttahreyfingarinnar en alltaf hægt að gera betur og það skiptir máli að íþróttafólk sem aðrir eigi ekki að þurfa að fela sína vanlíðan. Fela andlega vanlíðan hefur áhrif á lífið sem íþróttir eins og þegar er um líkamlegan vanda er um að ræða.

Andlegur vandi spyr ekki að stöðu eða stétt frekar en líkamlegur vandi en það er mikill styrkleiki hvers félags að það sé skilningur og stuðningur til staðar. Ég bið íþróttahreyfingu að dæma ekki þessi skrif heldur spyrja sig hvað getum við gert betur gagnvart andlegum vanda og hvaða stuðning getur íþróttafólk fengið? Hagur hvers félags er að öllum geti liðið vel og fái stuðning og skilning hvort sem er um andlegan eða líkamlegan vanda að ræða.

Eymundur L.Eymundsson ráðgjafi og félagsliði með reynslu af vanlíðan í íþróttum.

Sjá einnig:
Þór Akureyri og lífið (Desember 2018)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner