Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. nóvember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Nacho Heras framlengir við Keflavík
Nacho fer í tæklingu.
Nacho fer í tæklingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras hefur framlengt samning sinn við Keflavík um þrjú ár eða út tímabilið 2023.

Nacho kom til Keflavíkur frá Leikni R. fyrir síðasta tímabil en hann hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík á ferli sínum.

Nacho hjálpaði Keflavík upp í Pepsi Max-deildina og var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni í ár.

„Nacho er mikill liðsmaður og ber hag Keflavíkur fyrir brjósti og hlakkar honum mikið til að takast á við þær áskoranir sem bíða Keflavíkur í Pepsi Max deildinni," segir á Facebook síðu Keflavíkur.

„Miklar vonir eru bundnar við Nacho Heras á næsta tímabili og óskum við honum til hamingju með nýjan samning!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner