Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 25. nóvember 2023 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um rifrildið við Nunez: Hann er bara sterkari en ég
Mynd: EPA
Það var alvöru hiti eftir leik Manchester City og Liverpool á Etihad-leikvanginum í dag þar sem þeir Darwin Nunez og Pep Guardiola tókust á.

Guardiola fór til Nunez og tókust þeir í hendur en þá hófst rifrildi sem Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, þurfti að stöðva.

Klopp skildi að vísu ekki orð í því sem fór fram á milli þeirra.

„Ég átti engan þátt í þessu, sem kemur kannski á óvart. Ég skildi ekki orð en það voru tilfinningar í þessu. Pep vill vinna og við viljum það líka,“ sagði Klopp.

Guardiola talaði einnig stuttlega um atvikið á blaðamannafundi.

„Hann er bara sterkari en ég. Það gerðist ekkert og það var enginn pirringur Ég er mjög ánægður. Næsta spurning?“ sagði og spurði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner