Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mán 25. nóvember 2024 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill fá annan erlendan þjálfara - Myndi sjálfur segja nei við KSÍ
Icelandair
Var í miðju viðtali við Fótbolta.net þegar tíðindin bárust.
Var í miðju viðtali við Fótbolta.net þegar tíðindin bárust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ greindi frá því í dag að Åge Hareide yrði ekki áfram þjálfari A-landsliðs karla, greint er frá því að Norðmaðurinn sé hættur en seinna í þessum mánuði hefði KSÍ getað sagt samningi hans upp.

Þegar tíðindin bárust var fréttamaður Fótbolti.net að ræða við Halldór Árnason, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, um leikmannamál og endaði viðtalið á spurningum í tengslum við landsliðsþjálfarastarfið.

„Mín skoðun er sú að reynslan af því að vinna í alþjóðlegum fótbolta, þessum landsliðafótbolta, sé ofboðslega dýrmæt og alls ekki eitthvað sem tínt er upp úr fjörugrjótinu. Ég held að við ættum að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið; með erlendan reynslumikinn þjálfara. Ég er svo sem ekki með nafnið, en ég held að þetta sé uppskriftin af árangri hjá A-landsliðinu," segir Dóri.

„Þetta kemur mér ekkert sérstaklega á óvart, en hins vegar held ég að hann hafi staðið sig að mörgu leyti ágætlega. Þetta er ekki auðveldur tími, við erum ennþá í 'transition' fasa og ekkert augljóst hverjir það eru sem eiga að mynda varnarlínuna eða miðjuna þar fyrir framan. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir varnarleikinn, mögulega hefði Hareide með meiri tíma getað búið eitthvað til."

„Það hefur margt verið jákvætt í síðustu leikjum og eitthvað til að byggja ofan á. En í ljósi umræðunnar sem hefur verið síðustu vikur þá koma þessi tíðindi kannski ekki á óvart."


Vill sjá reyndari mann en sjálfan sig
Þjálfari Íslandsmeistaranna, myndi hann segja já ef formaðurinn Þorvaldur Örlygsson myndi taka símtalið?

„Ég sagði að það væri rétta leiðin að fá reyndan erlendan þjálfara, þannig nei, ég vil sjá aðeins reyndari mann. Ég er gríðarlega ánægður í Kópavoginum og myndi hvergi annars staðar vilja vera eins og staðan er í dag," segir Dóri.
Athugasemdir
banner