Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 26. janúar 2020 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Þetta hefur engin áhrif á mig
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, var sáttur með 6-0 sigurinn á Tranmere Rovers í enska bikarnum í dag en hann hefur þó ekki tíma til að slaka á.

United-liðið átti afar góðan leik gegn Tranmere í dag á erfiðum útivelli en vallaraðstæður á Prenton Park, heimavelli Tranmere, voru afar slakar. United nýtti sér það þó með því að halda boltanum niðri og gekk leikplanið upp.

„Það hefur verið rætt og ritað um ástandið á vellinum en við spiluðum vel. Við vildum ekki fara að berjast með löngu boltunum því það var ekki það sem við höfðum áhuga á. Við vildum héldum boltanum niðri og skoruðum góð mörk," sagði Solskjær eftir leikinn.

„Við erum með góða knattspyrnumenn og þeir gefa allt í hvern einasta leik."

Tranmere byrjaði leikinn af krafti en United skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og náði stjórn á leiknum.

„Ég bjóst við þessu frá Tranmere. Þeir komu með kraft í byrjun á þeirra heimavelli og reyndu að skapa sér eitthvað úr föstum leikatriðum og hornum en þegar maður nær að skora tvö eða þrjú mörk með stuttu millibili þá getur maður tyllt sér og notið þess að horfa á leikinn."

Sex leikmenn komust á blað í dag en Solskjær telur mikilvægt að dreifa mörkunum.

„Það var frábært. Það er mikilvægt að við dreifum þessu á liðið. Það er ljóst að Marcus verður frá í einhvern tíma og báðir framherjarnir skoruðu í dag svo það eykur sjálfstraustið hjá öllum."

United hefur verið gagnrýnt fyrir slaka frammistöðu á þessu tímabili og situr Solskjær í afar heitu sæti þessa dagana en hann segir það ekki hafa áhrif á sig.

„Ég veit ekki hvað þið hafið sagt eða skrifað en ég veit að allir vildu að við myndum misstíga okkur. Það hefur engin áhrif á mig og ég get ekki verið í tilfinningasveiflum. Ég er ánægður en mun ekki slaka á. Það eru tveir stórir leikir framundan," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner