Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. janúar 2021 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski bikarinn: Eriksen hetja Inter - Zlatan fékk rautt
Eriksen skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu.
Eriksen skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Inter 2 - 1 Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('31 )
1-1 Romelu Lukaku ('71 , víti)
2-1 Christian Eriksen ('90 )
Rautt spjald: Zlatan Ibrahimovic, Milan ('58)

Inter varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér þáttökurétt í undanúrslitum ítalska bikarsins.

Inter mætti nágrönnum sínum í AC Milan í kvöld og var hart barist. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan eftir hálftíma leik en undir lok fyrri hálfleiks lenti Zlatan í miklu rifrildi við Romelu Lukaku, sóknarmann Inter.

Lukaku varð bálreiður út af einhverju sem Zlatan sagði. Hann varð verulega reiður og bölvaði bæði Zlatan og eiginkonu hans. Ekki er vitað nákvæmlega hvað Zlatan sagði til að gera Lukaku svona reiðan, en svo virðist sem það hafi verið eitthvað tengt móður Lukaku.

Snemma í seinni háflleik var Zlatan vikið af velli. Hann fékk sitt annað gula spjald fyrir tæklingu og AC Milan einum færri.

Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði metin á 71. mínútu úr vítaspyrnu og á 97. mínútu tryggði Christian Eriksen Inter dramatískan sigur á nágrönnum sínum. Eriksen hefur ekki verið mikið inn í myndinni hjá Inter í kvöld en hann kom inn á sem varamaður í kvöld og tryggði dramatískan sigur með marki beint úr aukaspyrnu.

Inter mun mæta annað hvort Juventus eða Spal í undanúrslitum. AC Milan situr eftir með sárt ennið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner