Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 26. janúar 2022 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dahl: Vonast til að hjálpa Leikni að skora meira en liðið gerði í fyrra
Mikkel Dahl og Siggi þjálfari.
Mikkel Dahl og Siggi þjálfari.
Mynd: Leiknir R.
Mynd: HB.fo
Mikkel Dahl er 28 ára danskur sóknarmaður sem varmarkahæstur í færeysku Betri-deildinni á síðasta tímabili. Hann sló markamet færeysku deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði 27 mörk fyrir HB. Hann var kynntur sem nýr leikmaður Leiknis í síðustu viku og ræddi við Fótbolta.net í gær.

„Fyrstu dagarnir hafa verið góðir og ákefðin á æfingum hefur verið fín. Það eru auðvitað nokkrir hlutir sem við þurfum að kunna og við erum að læra inn á þá," sagði Mikkel.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Það var mikið rætt við marga umboðsmenn frá nánast öllum stöðum í heiminum en ég hafði góða tilfinningu fyrir því að koma í Leikni. Ég ræddi við Sigga þjálfara, sá nokkra leiki sem hann sendi mér og ég gat séð að leikstíll liðsins passar við minn leikstíl. Mér líkar við fótboltann og fannst að þetta væri rétta skrefið fyrir mig."

Horfir þú á skrefið til Íslands sem skref upp á við frá færeysku deildinni?

„Já, ég tel íslensku deildina vera betri. Það eru nokkur góð lið, toppliðin í færeysku deildinni, en á heildina litið þá sé ég íslensku deildina sem skref upp á við. Ég viðurkenni að ég þekki ekki allt í tengslum við deildina en ég hef aðeins fylgst með síðustu ár. Á þessum tímapunkti veit ég ekki alveg við hverju ég á að búast."

Ræddiru við einhvern leikmann áður en þú ákvaðst að koma til Íslands? „Ég ræddi við leikmann HB sem hafði verið hjá FH [Jákup Thomsen] og hann sagði að deildin væri góð. Það hafði ekki úrslitaáhrif heldur frekar spjallið við Sigga og hvernig liðið spilar."

Dahl skoraði 41 mark í 38 leikjum með HB í Betri-deildinni. Hefuru alltaf verið jafnmikill markaskorari? „Ég hef alltaf skorað mörk en auðvitað skoraði ég mun fleiri mörk en áður þetta síðasta eina og hálfa árið. Ég hef hugsað vel um líkamann á mér og spila því mun meira en ég gerði áður."

Hann var spurður út í leikstíl sinn, við hverju má búast? „Ég hef séð Sævar [Atla Magnússon] spila aðeins með Lyngby og ég sé hluti í hans leik sem eru líka í mínum leik. Ég er snöggur, get hlaupið mikið og af mikill ákefð. Ég held að ég passi vel inn í leikstílinn hér, hápressa, djúp hlaup og að reyna teygja á varnarlínu andstæðinganna."

„Ég vonast til að hjálpa liðinu að skora mörk, leiðinlega svarið er að við erum lið og við verjumst og sækjum sem lið. Ég er fenginn til þess að skora mörk og vonandi get ég hjálpað liðinu að skora meira en það gerði á síðasta tímabili."


Að lokum, ertu með eitthvað markmið þegar kemur að næsta skrefi á ferlinum? „Á þessari stundu lít ég ekki mikið lengra en að spila hér með Leikni, það skiptir ekki máli ef ég stend mig ekki vel núna. Eftir að ég hef staðið mig vel þá get ég horft á mögulegt næsta skref," sagði Mikkel Dahl að lokum.
Athugasemdir
banner