Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 26. janúar 2022 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakobsen: Mikilvægt að taka skref upp á við og mér finnst Leiknir vera það
Áhugi frá dönskum og færeyskum félögum
Mikkel Jakobsen og Siggi þjálfari.
Mikkel Jakobsen og Siggi þjálfari.
Mynd: Leiknir R.
Mikkel Dahl, Binni Hlö og Mikkel Jakobsen
Mikkel Dahl, Binni Hlö og Mikkel Jakobsen
Mynd: Leiknir
„Ég var að spila í Færeyjum í fyrra og svo ræddi Siggi þjálfari við umboðsmanninn minn og ég skrifaði undir samning. Ég hafði ekki heyrt af félaginu Leikni áður en ég fékk símtalið," sagði Mikkel Jakobsen, nýr leikmaður Leiknis. Hann var kynntur í síðustu viku, er 22 ára gamall kantmaður sem er uppalinn hjá Midtjylland.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni

„Ég átti fínt tímabil með NSÍ í Færeyjum, fékk mikið að spila, skoraði nokkur mörk og lagði upp fullt af mörkum. Ég vissi af áhuga frá félögum í Færeyjum og nokkrum í Danmörku en engu öðru á Íslandi. Mér líkaði vel hugsunin að fara til Íslands, landið er fallegt og svipar að einhverju leyti til Færeyja. Ég hafði ekki komið hingað áður en bróðir minn var hér fyrir nokkrum árum og sagði mér að Ísland væri fínt og fallegt land."

Hverjar eru þínar væntingar fyrir komandi tímabil hjá Leikni?

„Ég vil leggja mikið á mig og get vonandi hjálpað liðinu með stoðsendingum og mörkum eins og ég gerði í Færeyjum."

Jakobsen var ekki eini nýi leikmaðurinn sem Leiknir kynnti í síðustu viku. Félagið tilkynnti einnig um komu markahæsta leikmann færeysku deildarinnar á síðasta tímabili, Mikkel Dahl.

„Ég þekkti til Dahl áður en við komum hingað, hann er stjarna í Færeyjum og skoraði mikið af mörkum á síðasta tímabili. Við erum líka með sama umboðsmann."

Hvernig kom það til að þú fórst frá Danmörku til Færeyja á sínum tíma? „Það var danskur þjálfari í NSÍ sem vildi að ég kæmi á reynslu. Ég stóð mig vel og samdi við félagið,"

Líturu á Ísland sem skref upp á við frá NSÍ?

„Já, auðvitað. Það var mikilvægt að taka skref upp á við og mér finnst Leiknir vera það. Ég vil auðvitað komast í dönsku Superliga en núna er ég leikmaður Leiknis og vil gera vel hjá félaginu," sagði Mikkel.
Athugasemdir