Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 26. janúar 2022 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakobsen: Mikilvægt að taka skref upp á við og mér finnst Leiknir vera það
Áhugi frá dönskum og færeyskum félögum
Mikkel Jakobsen og Siggi þjálfari.
Mikkel Jakobsen og Siggi þjálfari.
Mynd: Leiknir R.
Mikkel Dahl, Binni Hlö og Mikkel Jakobsen
Mikkel Dahl, Binni Hlö og Mikkel Jakobsen
Mynd: Leiknir
„Ég var að spila í Færeyjum í fyrra og svo ræddi Siggi þjálfari við umboðsmanninn minn og ég skrifaði undir samning. Ég hafði ekki heyrt af félaginu Leikni áður en ég fékk símtalið," sagði Mikkel Jakobsen, nýr leikmaður Leiknis. Hann var kynntur í síðustu viku, er 22 ára gamall kantmaður sem er uppalinn hjá Midtjylland.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni

„Ég átti fínt tímabil með NSÍ í Færeyjum, fékk mikið að spila, skoraði nokkur mörk og lagði upp fullt af mörkum. Ég vissi af áhuga frá félögum í Færeyjum og nokkrum í Danmörku en engu öðru á Íslandi. Mér líkaði vel hugsunin að fara til Íslands, landið er fallegt og svipar að einhverju leyti til Færeyja. Ég hafði ekki komið hingað áður en bróðir minn var hér fyrir nokkrum árum og sagði mér að Ísland væri fínt og fallegt land."

Hverjar eru þínar væntingar fyrir komandi tímabil hjá Leikni?

„Ég vil leggja mikið á mig og get vonandi hjálpað liðinu með stoðsendingum og mörkum eins og ég gerði í Færeyjum."

Jakobsen var ekki eini nýi leikmaðurinn sem Leiknir kynnti í síðustu viku. Félagið tilkynnti einnig um komu markahæsta leikmann færeysku deildarinnar á síðasta tímabili, Mikkel Dahl.

„Ég þekkti til Dahl áður en við komum hingað, hann er stjarna í Færeyjum og skoraði mikið af mörkum á síðasta tímabili. Við erum líka með sama umboðsmann."

Hvernig kom það til að þú fórst frá Danmörku til Færeyja á sínum tíma? „Það var danskur þjálfari í NSÍ sem vildi að ég kæmi á reynslu. Ég stóð mig vel og samdi við félagið,"

Líturu á Ísland sem skref upp á við frá NSÍ?

„Já, auðvitað. Það var mikilvægt að taka skref upp á við og mér finnst Leiknir vera það. Ég vil auðvitað komast í dönsku Superliga en núna er ég leikmaður Leiknis og vil gera vel hjá félaginu," sagði Mikkel.
Athugasemdir
banner