Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 26. janúar 2022 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakobsen: Mikilvægt að taka skref upp á við og mér finnst Leiknir vera það
Áhugi frá dönskum og færeyskum félögum
Mikkel Jakobsen og Siggi þjálfari.
Mikkel Jakobsen og Siggi þjálfari.
Mynd: Leiknir R.
Mikkel Dahl, Binni Hlö og Mikkel Jakobsen
Mikkel Dahl, Binni Hlö og Mikkel Jakobsen
Mynd: Leiknir
„Ég var að spila í Færeyjum í fyrra og svo ræddi Siggi þjálfari við umboðsmanninn minn og ég skrifaði undir samning. Ég hafði ekki heyrt af félaginu Leikni áður en ég fékk símtalið," sagði Mikkel Jakobsen, nýr leikmaður Leiknis. Hann var kynntur í síðustu viku, er 22 ára gamall kantmaður sem er uppalinn hjá Midtjylland.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni

„Ég átti fínt tímabil með NSÍ í Færeyjum, fékk mikið að spila, skoraði nokkur mörk og lagði upp fullt af mörkum. Ég vissi af áhuga frá félögum í Færeyjum og nokkrum í Danmörku en engu öðru á Íslandi. Mér líkaði vel hugsunin að fara til Íslands, landið er fallegt og svipar að einhverju leyti til Færeyja. Ég hafði ekki komið hingað áður en bróðir minn var hér fyrir nokkrum árum og sagði mér að Ísland væri fínt og fallegt land."

Hverjar eru þínar væntingar fyrir komandi tímabil hjá Leikni?

„Ég vil leggja mikið á mig og get vonandi hjálpað liðinu með stoðsendingum og mörkum eins og ég gerði í Færeyjum."

Jakobsen var ekki eini nýi leikmaðurinn sem Leiknir kynnti í síðustu viku. Félagið tilkynnti einnig um komu markahæsta leikmann færeysku deildarinnar á síðasta tímabili, Mikkel Dahl.

„Ég þekkti til Dahl áður en við komum hingað, hann er stjarna í Færeyjum og skoraði mikið af mörkum á síðasta tímabili. Við erum líka með sama umboðsmann."

Hvernig kom það til að þú fórst frá Danmörku til Færeyja á sínum tíma? „Það var danskur þjálfari í NSÍ sem vildi að ég kæmi á reynslu. Ég stóð mig vel og samdi við félagið,"

Líturu á Ísland sem skref upp á við frá NSÍ?

„Já, auðvitað. Það var mikilvægt að taka skref upp á við og mér finnst Leiknir vera það. Ég vil auðvitað komast í dönsku Superliga en núna er ég leikmaður Leiknis og vil gera vel hjá félaginu," sagði Mikkel.
Athugasemdir
banner
banner