Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mið 26. janúar 2022 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakobsen: Mikilvægt að taka skref upp á við og mér finnst Leiknir vera það
Áhugi frá dönskum og færeyskum félögum
Mikkel Jakobsen og Siggi þjálfari.
Mikkel Jakobsen og Siggi þjálfari.
Mynd: Leiknir R.
Mikkel Dahl, Binni Hlö og Mikkel Jakobsen
Mikkel Dahl, Binni Hlö og Mikkel Jakobsen
Mynd: Leiknir
„Ég var að spila í Færeyjum í fyrra og svo ræddi Siggi þjálfari við umboðsmanninn minn og ég skrifaði undir samning. Ég hafði ekki heyrt af félaginu Leikni áður en ég fékk símtalið," sagði Mikkel Jakobsen, nýr leikmaður Leiknis. Hann var kynntur í síðustu viku, er 22 ára gamall kantmaður sem er uppalinn hjá Midtjylland.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni

„Ég átti fínt tímabil með NSÍ í Færeyjum, fékk mikið að spila, skoraði nokkur mörk og lagði upp fullt af mörkum. Ég vissi af áhuga frá félögum í Færeyjum og nokkrum í Danmörku en engu öðru á Íslandi. Mér líkaði vel hugsunin að fara til Íslands, landið er fallegt og svipar að einhverju leyti til Færeyja. Ég hafði ekki komið hingað áður en bróðir minn var hér fyrir nokkrum árum og sagði mér að Ísland væri fínt og fallegt land."

Hverjar eru þínar væntingar fyrir komandi tímabil hjá Leikni?

„Ég vil leggja mikið á mig og get vonandi hjálpað liðinu með stoðsendingum og mörkum eins og ég gerði í Færeyjum."

Jakobsen var ekki eini nýi leikmaðurinn sem Leiknir kynnti í síðustu viku. Félagið tilkynnti einnig um komu markahæsta leikmann færeysku deildarinnar á síðasta tímabili, Mikkel Dahl.

„Ég þekkti til Dahl áður en við komum hingað, hann er stjarna í Færeyjum og skoraði mikið af mörkum á síðasta tímabili. Við erum líka með sama umboðsmann."

Hvernig kom það til að þú fórst frá Danmörku til Færeyja á sínum tíma? „Það var danskur þjálfari í NSÍ sem vildi að ég kæmi á reynslu. Ég stóð mig vel og samdi við félagið,"

Líturu á Ísland sem skref upp á við frá NSÍ?

„Já, auðvitað. Það var mikilvægt að taka skref upp á við og mér finnst Leiknir vera það. Ég vil auðvitað komast í dönsku Superliga en núna er ég leikmaður Leiknis og vil gera vel hjá félaginu," sagði Mikkel.
Athugasemdir
banner
banner