Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. janúar 2023 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Gollini og Sirigu skipta á milli Flórens og Napolí (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Heimasíða Fiorentina

Fiorentina og Napoli voru að skipta á markvörðum þar sem Salvatore Sirigu er farinn til Fiorentina á frjálsri sölu og mun þar berjast við Pietro Terracciano um sæti í byrjunarliðinu.


Í staðinn hefur Napoli fengið nýjan varamarkvörð til að leysa Sirigu af hólmi. Sá heitir Pierluigi Gollini og kemur á láni frá Atalanta. Hann verður nýr varamarkvörður fyrir Alex Meret sem er að eiga frábært tímabil.

Gollini var á láni hjá Fiorentina út tímabilið en fékk ekki spiltíma og hefur því ákveðið að reyna fyrir sér hjá nýju félagi. Gollini er 27 ára og rennur samningur hans við Atalanta út sumarið 2024.

Gollini, sem hefur leikið einn landsleik fyrir Ítalíu, gæti skipt endanlega yfir til Napoli kjósi félagið að nýta kaupákvæði í lánssamningnum. Ákvæðið er talið nema tæplega 5 milljónum evra.

Sirigu er 36 ára gamall og á 28 A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu. Hann var lengst af aðalmarkvörður hjá PSG en hefur einnig leikið fyrir félög á borð við Torino og Palermo.

Það eru taldar góðar líkur á því að Sirigu takist að hirða markmannsstöðuna af Terracciano þó hann eigi líklega ekki mörg ár eftir.


Athugasemdir
banner
banner