Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. febrúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mertens jafnaði markamet Hamsik hjá Napoli
Dries Mertens fagnar marki sínu í gær
Dries Mertens fagnar marki sínu í gær
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Dries Mertens jafnaði markamet Marek Hamsik hjá Napoli í gær er hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Mertens, sem er 32 ára gamall, gat farið frá Napoli í janúar en Chelsea hafði mikinn áhuga á að fá hann.

Belgíski leikmaðurinn ákvað hins vegar að vera áfram með það í huga að bæta markametið hjá Napoli.

Honum tókst að jafna það í gær með laglegu marki á 30. mínútu og er hann nú með 121 mark eða jafnmörg mörk og Marek Hamsik, sem yfirgaf Napoli á síðasta ári og hélt til Kína.

Það er afar líklegt að Mertens eigi eftir að eigna sér metið á næstu vikum en hann kom til félagsins frá PSV árið 2013.

Mertens verður samningslaus í sumar og eru allar líkur á því að hann yfirgefi Napoli og haldi til Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner