Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 26. febrúar 2024 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fiorentina yfirspilaði Lazio í Evrópuslag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fiorentina 2 - 1 Lazio
0-1 Luis Alberto ('45)
1-1 Michael Kayode ('61)
1-1 Nico Gonzalez, misnotað víti ('67)
2-1 Giacomo Bonaventura ('69)

Fiorentina og Lazio áttust við í Evrópubaráttu ítölsku deildarinnar í kvöld og voru heimamenn í Flórens talsvert sterkari aðilinn.

Fiorentina stjórnaði ferðinni bæði í fyrri og seinni hálfleik, en Lazio tók forystuna gegn gangi leiksins skömmu fyrir leikhlé þegar Luis Alberto setti boltann í netið.

Heimamenn juku sóknarþungan eftir leikhlé og uppskáru jöfnunarmark á 61. mínútu þegar hinn bráðefnilegi Michael Kayode tókst að skora.

Skömmu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu en Nico González klúðraði af vítapunktinum. Það kom þó ekki að sök vegna þess að Giacomo Bonaventura skoraði skömmu síðar til að taka forystuna fyrir Fiorentina.

Fiorentina gat bætt þriðja markinu við en tókst ekki, á meðan andlausir gestirnir virtust ekki eiga nein svör og enduðu á því að vera stálheppnir að tapa ekki stærra heldur en 2-1.

Fiorentina hoppar yfir Lazio í Evrópubaráttunni með þessum sigri og er sjö stigum frá meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner