Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Refsingu Everton breytt og staðan allt önnur núna
Everton fagnar marki.
Everton fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Everton er allt í einu í ágætis málum í ensku úrvalsdeildinni eftir að refsingu sem félagið fékk fyrr á tímabilinu var breytt eftir áfrýjun.

Tíu stig voru tekin af Everton fyrr á tímabilinu eftir að félagið braut fjárhagsreglur, en þessari refsingu hefur verið breytt eftir að óháð nefnd fór yfir hana.

Í stað þess að missa tíu stig, þá missir Everton sex stig.

Everton var á fallsvæðinu en hoppar núna upp í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Luton er núna á fallsvæðinu, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Í yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar segir að stöfutöflunni verði breytt strax í dag.

Everton fagnar skiljanlega ákvörðuninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner