Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dagur Dan fékk að spreyta sig í sigri
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það voru þrjú Íslendingalið sem spiluðu í MLS deildinni í nótt en aðeins einn Íslendingur sem kom við sögu.


Dagur Dan Þórhallsson kom inn á lokakaflanum í 1-2 sigri Orlando City á útivelli gegn Philadelphia Union. Orlando er þar með komið með átta stig eftir fimm fyrstu umferðirnar og á Dagur eina stoðsendingu á upphafi tímabils.

Dagur var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn frekar en Þorleifur Úlfarsson sem sat á bekknum hjá Houston Dynamo í 1-0 sigri gegn New York City.

DC United tapaði svo heimaleik gegn New England Revolution en Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leikmannahópinum vegna landsliðsverkefnis. Christian Benteke skoraði eina mark DC í leiknum.

Að lokum lék Heiðdís Lillýardóttir allan leikinn í varnarlínu Basel í efstu deild svissneska boltans. Þar tapaði Basel 3-4 á heimavelli gegn toppbaráttuliði Grasshopper en siglir áfram lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar með 18 stig eftir 15 umferðir.

Philadelphia Union 1 - 2 Orlando City

Houston Dynamo 1 - 0 New York City

DC United 1 - 2 New England Revolution

Basel 3 - 4 Grasshopper


Athugasemdir
banner
banner
banner