Real Madrid hefur átt í meiðslavandræðum varnarlega á þessu tímabili en eitt af því jákvæða sem hefur komið út úr því er frammistaða hins 22 ára gamla Raul Asencio.
Asencio var ekki ofarlega á blaði Carlo Ancelotti í upphafi tímabils en vegna meiðsla fékk hann tækifæri með aðalliðinu og greip það með báðum höndum. Hann hefur verið gríðarlega traustur á tímabilinu.
Asencio var ekki ofarlega á blaði Carlo Ancelotti í upphafi tímabils en vegna meiðsla fékk hann tækifæri með aðalliðinu og greip það með báðum höndum. Hann hefur verið gríðarlega traustur á tímabilinu.
Asencio fékk ekki að spila fyrr en í nóvember en hefur síðan spilað alls 29 leiki og verið öflugur við hlið Antonio Rudiger í hjarta varnarinnar.
Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Real Madrid hafi nú gert samkomulag við Asencio um nýjan samning til 2029 með 100 milljóna evra riftunarákvæði.
Asencio var valinn í spænska landsliðshópinn í fyrsta sinn fyrr í þessum mánuði en fékk þó ekki að spila.
Athugasemdir